Færslur með efnisorðið ‘Íslenska’

Sunnudagur 20.10 2013 - 14:42

Barnabull

Kannski er hugmyndin um áhrifamátt bundins máls á undanhaldi en hún hefur lengst af verið áberandi í íslenskri menningu. Hún birtist til að mynda í galdratrú þar sem ákvæðakveðskapur skipar stóran sess og eins hefur skáldskapur löngum þótt áhrifarík leið til að kveða niður drauga. „Meiðyrðamál“ Íslendingasagna voru gegn skáldum sem höfðu ort níð. Þar […]

Sunnudagur 08.09 2013 - 12:59

Skjóða, poki, dós

Í íslensku eru til nokkur orð þar sem fólki sem sýnir neikvæða hegðun er líkt við einhverskonar poka eða ílát. Væluskjóða, grenjuskjóða, klöguskjóða, fýlupoki, frekjudós, frekjudolla, frekjutuðra, sorabelgur (einnig nautnabelgur en það er nú kannski ekki beinlínis neikvætt) Kannski er tengt þessu orðatiltækið að fá á baukinn? Baukur er þá kjaftur og hugmyndin líklega sú […]

Laugardagur 13.07 2013 - 10:14

Norska aðferðin í fréttamennsku?

Ég fnæsti dálítið á Vísi þegar ég sá þessa frétt. Henni hefur verið breytt en upphaflega var textinn svona: Þessi frétt er í fyrsta lagi hroðalega illa skrifuð. Fólk er ekki sjálfráðasvipt en það getur verið sjálfræðissvipt. Verra er þó að nafn konunnar er ekki rétt beygt. Nafnið Karen er að vísu beygt á tvo […]

Laugardagur 29.06 2013 - 16:36

Endurskilgreiningar

Tungumálið kemur upp um viðhorf okkar. Stundum afhjúpar það viðhorf sem við erum horfin frá en lituðu samfélag okkar um langa hríð. Þetta eru orð sem hafa verið tekin í sátt svo fremi sem þau eru ekki notuð um það sem þau upphaflega merktu.  Það má t.d. nota orðið fáviti um fólk sem hegðar sér […]

Föstudagur 24.05 2013 - 18:23

Þetta snýst ekki bara um Láru Hönnu

Því miður ríkir lítill metnaður gagnvart málfari og ritstíl á íslenskum fjölmiðlum og daglega birta íslenskir netmiðlar erlendar fréttir og greinar sem eru svo illa þýddar að maður fer hjá sér af skömm yfir því að verða vitni að öðru eins.  Hér eru nokkur nýleg dæmi.   Þó það var ekki létt, þá stoppaði Hathfield […]

Mánudagur 20.05 2013 - 10:29

Skilaboð mín til Erlings Freys Guðmundssonar

  Lára Hanna Einarsdóttir lýsir eftir orði yfir þá hegðun:   að segja upp verksamningi við 57 ára gamlan starfsmann eftir 25 ára starf með 20 daga fyrirvara – með einum tölvupósti.   Mér koma ýmis orð í hug en flest þeirra væri óviðeigandi að birta á opinberum vettvangi.  Ég finn ekki netföng starfsmanna á […]

Miðvikudagur 13.03 2013 - 13:55

Klámlaus kynjamismunun

Þegar ég var lítil fyrirvarð ég mig fyrir klámmynd sem hékk uppi á vegg heima hjá mér. Þetta var blýantsteikning af nöktu pari í faðmlögum. Mér fannst nógu dónalegt að hafa berrassað fólk uppi á vegg en þegar drengur sem kom í heimsókn fullyrti að þau væru „að ríða“ var mér allri lokið. Móðir mín […]

Miðvikudagur 13.02 2013 - 15:18

Píkan hennar Steinunnar

Steinunn Gunnlaugsdóttir er pólitískur lista(kven)maður sem ég vildi gjarnan að væri meira áberandi. Hún á heiðurinn af píkumyndbandinu sem ég tengi á hér að neðan. Þar sem margar viðkvæmar sálir lesa Eyjubloggið mitt er hætta á að einhverjum misbjóði og fyrst var ég að hugsa um að birta þetta frekar á persónulegu síðunni minni. Við nánari […]

Fimmtudagur 27.12 2012 - 18:44

Afnemum mannanafnalög

Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur nöfn til viðbótar en foreldrar Christu litlu verða enn um sinn að sætta sig við að nafn hennar sé ólöglegt. Sú ákvörðun stenst enga rökvísi enda eru fjölmörg nöfn með samstöfunni ch á mannanafnaskrá og nafnið fellur prýðilega að beygingakerfinu. Þegar úrskurðir mannanafnanefndar eru skoðaðir nokkur ár aftur í tímann kemur í […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics