Fyrir tveimur árum hugsaði ég nákvæmlega það sama og þú, að það væri þörf fyrir karlréttindahreyfingu á Íslandi. Og karlréttindahreyfingar eru reyndar til amk í Bandaríkjunum og Kanada. Þessar hreyfingar eru að því leyti góðar að þær hafa vakið athygli á karlhatri og mismunun gagnvart körlum. Þær ábendingar eiga fullan rétt á sér. Það er […]
Enn einu sinni er það staðfest að konur fá töluvert minna vægi í fjölmiðlum en karlar. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Svona hefur þetta alltaf verið. Við njótum jafnréttis að lögum en jafnræði ríkir ekki með kynjunum og ef maður álítur að það efli lýðræði, upplýsingu og velferð að sem flestar ólíkar raddir […]
Og nú er ég búin að lesa fullt af fréttum sem skipta máli og get haldið áfram þar sem frá var horfið. Fyrsta og augljósasta ástæðan fyrir því að við ættum að uppræta feminisma er sú að við höfum ekkert með hann að gera. Ekki frekar en við höfum neitt með það að gera að […]
Kosningin til stjórnlagaþings afhjúpaði það sem mig hefur lengi grunað; aðalástæðan fyrir því að það hallar á konur, þegar völd og áhrif er er annars vegar, er sú að þær sýna minni áhuga á þeim. Í framboði til stjórnlagaþings voru 523 manns, 159 konur og 364 karlar. Konur voru því um 30% frambjóðenda. Samt […]
Ég á vin sem langaði að verða kvikmyndagerðarmaður. Þegar hann var ungur var kvikmyndagerð ekki kennd á Íslandi. Hann átti lítil börn en enga peninga og var ekki áhættusækinn. Hann vissi að líkurnar á því að hann slægi í gegn voru takmarkaðar og komst að þeirri niðurstöðu að það þjónaði hagsmunum fjölskyldunnar betur að hann […]
Í dag ræða netverjar nýútkomnar föndurbækur fyrir börn. Bláa bókin er með myndum af drengjum sem stefna á að verða geimfarar og bleika bókin sýnir stúlkur að ryksuga. Ég hef ekki séð meira af þessum bókum en myndirnar sem sjá má hér en ef þetta er allt í þessum dúr þá er ég svosem ekkert hissa […]