Mánudagur 08.03.2010 - 21:58 - FB ummæli ()

Stríð gegn stúlkubörnum

Á þessum viðurkennda alþjóðabaráttudegi fyrir réttindum kvenna er umfjöllunarefni þessarar greinar í The Economist áhyggjuefni – jafnt fyrir konur og aðra sem bera hag þeirra fyrir brjósti.

 

Yfir 20% fleiri drengir en stúlkur

Eigum við aðeins að huga að þeim konum sem lifa – eða einnig að hugsa um ófædd stúlkubörn og samfélagið allt? Sem dæmi úr greininni má nefna að meira en 20% fleiri drengir fæðast en stúlkubörn í Kína og norðurhluta Indlands. Fyrir þá sem telja – eins og Bill Clinton – að fóstureyðing eigi að vera

örugg, lögleg og sjaldgæf

hlýtur efni greinarinnar í Economist að teljast sérstakt áhyggjuefni. Ástæður þess að færri stúlkubörn fæðast eða komast af eru að vísu skýrðar í greininni – en afleiðingin er óásættanleg, ekki sjálfbær til lengdar og skapar ýmis þjóðfélagsvandamál sem þar eru rakin í stuttu og skýru máli.

 

Aldagömul óvenja og nútíma óskir og hátækni

Í stuttu máli eru orsakirnar þrjár:

In fact the destruction of baby girls is a product of three forces: the ancient preference for sons; a modern desire for smaller families; and ultrasound scanning and other technologies that identify the sex of a fetus.

Það sem mér finnst merkilegra er að nútíma feminismi virðist skýringin á því að einu Asíuríki – Suður-Kóreu – hefur ómeðvitað tekist að leiðrétta þetta kynjamisvægi. Sem tveggja dætra faðir og feministi hvet ég ykkur til þess að lesa þessa grein í heild.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur