Mánudagur 01.11.2010 - 22:04 - FB ummæli ()

Hvers vegna ég vil á stjórnlagaþing

Í þessum mánuði eru liðin 2 ár frá því að ég nefndi fyrst á fundi hugmynd um stjórnlagaþing – og reifaði hana svo fyrst á opnum fundi um miðjan desember 2009. Hér má lesa um mína upphaflegu uppskrift.

Í lok þessa mánaðar verður kjörið til stjórnlagaþings – og ég hef boðið mig fram; lesa má um rök mín og stefnumál í daglegum pistlum hér á Eyjunni.

Hvers vegna?

Hér má einnig lesa um helstu ástæður þess að ég lagði þegar í árslok 2008 til að efnt  yrði til stjórnlagaþings:

  • Stjórnarskráin er 135 ára í þessum mánuði að stofni til.
  • Í 105 ár, frá heimastjórn 1904, hefur stjórnskipulag lítið breyst með nánum tengslum þings og ráðherra/ríkisstjórnar.
  • Frumkvæði að stjórnarskrárbreytingum hefur hingað til aðeins getað komið frá Alþingi og stjórnmálaflokkunum sem þar eiga fulltrúa.
  • Stjórnarskrárbreytingar hafa ávallt fallið í skugga almennra kosninga.
  • Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur oft staðið til en alltaf mistekist.
  • Vantraust er á stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum.
  • Krafa er um beint lýðræði.
  • Óskir eru uppi um róttæka heildarendurskoðun stjórnskipunarinnar.

Þarna er töluverður samhljómur við grein sem Jón Kristjánsson ritaði daginn áður, sbr. eftirfarandi klausu úr pistli mínum:

Bloggheimar brenna nú ekki lengur bara af bræði – heldur logar allt í lausnum; undafarna sólarhringa hefur risið hvað hæst þverpólitísk hugmynd um stjórnlagaþing en um það ritaði fyrrverandi formaður stjórnarskrárnefndar, Jón Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, grein í Fréttablaðið í gær sem má lesa hér.

Meira en ráðgefandi?

Lítið hefur breyst um þessi rök síðan – nema að krafan er líklega orðin útbreiddari og jafnvel sterkari auk þess sem útfærslan er aðeins önnur og lakari að mínu mati – enda er fyrirhugað stjórnlagaþing ekki sjálfstætt, þ.e. með stjórnarskrárvarið umboð; ég mun síðar útfæra mínar tillögur að því að bæta úr þeim annmörkum – svo að væntanlegt stjórnlagaþing verði meira en ráðgefandi fyrir Alþingi.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur