Föstudagur 12.11.2010 - 22:04 - FB ummæli ()

Fjórða ríkisvaldið

Nú hef ég skrifað daglega á Eyjuna undanfarnar fjórar vikur í aðdraganda
stjórnlagaþings um þingið sjálft - og ekki síst stjórnarskrána,
bæði það sem er og það sem ætti að vera. Er þá komið að meginatriði.

Fjórða ríkisvaldið gleymist

Töluvert hefur verið rætt um þrígreiningu ríkisvalds – svo og annmarka á henni og umbótatillögur.

Fjórða tegund ríkisvalds gleymist hins vegar oft – m.a. vegna þess að þessum valdþætti er oft ruglað saman við löggjafarvaldið og af því að sami aðili (Alþingi og forseti) hefur það með höndum; það er þó eitt mikilvægasta valdið – að margra mati og miðað við opinbera umræðu.

Þetta vald er fjárstjórnarvaldið – og skiptist í tvennt:

Það að stjórnarskráin áskilji að hvoru tveggja sé aðeins (eða a.m.k. að meginstefnu til hvað fjárveitingarvald varðar) beitt með lögum breytir því ekki að um eðlisólíkt vald er að ræða en valdið til þess að setja almennar reglur um samskipti og réttindi borgaranna o.fl. með lögum – eins og ég skrifaði 1997 nýjan og ítarlegan kafla um „Fjárlög“ í ritið Stjórnskipunarréttur sem dr. Gunnar G. Schram prófessor heitinn ritstýrði.

Skipting í þágu valdajafnvægis og landsbyggðar

Þetta misskilja jafnvel margir lögfræðingar en þessu valdi má ekki gleyma þegar menn freista þess að endurskrifa stjórnarskrá og skipta valdi betur.

Næsti pistill mun fjalla um hvernig skipta megi þessu valdi betur milli miðstjórnarvalds og sveitarfélaga.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur