Föstudagur 15.04.2011 - 22:42 - Lokað fyrir ummæli

Stjórnlagaráð fólksins tekið til starfa

Daginn eftir að nýskipað stjórnlagaráð var sett um miðja síðustu viku voru kjörin formaður, Salvör Nordal, og varaformaður, Ari Teitsson. Innan viku hafði stjórnlagaráð þegar sett sér starfsreglur og ákveðið hvernig hefja skyldi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar eins og Alþingi hafði falið okkur. Í morgun hófst svo efnisumræða í starfshópum sem starfa til bráðabirgða þar til í næstu viku er málefni, sem taka á til skoðunar, verða ákveðin svo og fjöldi og verkaskipting nefnda í starfinu sem fer í hönd þar til í júnílok að óbreyttu.

Vona ég að þessi skilvirku vinnubrögð stjórnlagaráðs – sem horfa má á og hlýða á vef stjórnlagaráðs – veki réttmætt traust þjóðarinnar til þess að við ráðsmenn og ráðskonur munum gera okkar besta til þess að sinna því mikilvæga hlutverki sem Alþingi hefur framselt okkur að þessu sinni.

***

Nú hef ég aftur regluleg skrif hér á Eyjunni sem ráðsmaður – auk óreglulegra Pressupistla – en hér birti ég einmitt í október og nóvember sl. á fimmta tug pistla um gildandi stjórnarskrá og stjórnlagaumbætur sem ég lagði áherslu á í aðdraganda þjóðkjörs til stjórnlagaþings.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , ,

«
»

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur