Þriðjudagur 21.06.2011 - 23:59 - FB ummæli ()

Óska eftir samtali

Nú eru innan við sex vikur þar til stjórnlagaráð á að hafa lokið störfum; nú nálgumst við í ráðinu lokafasann þar sem í ríkari mæli er leitað utanaðkomandi álits frá slíkum aðilum.

Margir möguleikar eru á áhrifum – eins og ég hef áður skrifað um. Samræðan er þó mikilvæg.

Ég hef – með takmörkuðum árangri – leitast við að efna til funda stjórnlagaráðs eða fulltrúa úr ráðinu með hagsmunaaðilum, hugsjónasamtökum og utanaðkomandi sérfræðingum – en betur má ef duga skal.

Til í að heyra þitt viðhorf

Ég vil árétta þann vilja minn að hitta sem flesta sem  skoðun hafa á störfum stjórnlagaráðs og vilja hitta mig eða aðra ráðsfulltrúa eða ræða við mig í síma (GSM 897 33 14).

Annars er möguleiki til áhrifa margþættur – eins og fram er komið:

Margþættar leiðir fyrir áhrif almennings

Mér til ánægju sá ég við yfirferð yfir umgjörð ráðsins samkvæmt þingsályktun og umræddum starfsreglum að almenningur getur fylgst með störfum stjórnlagaráðs, tekið þátt í stjórnlagaumbótum og haft áhrif á sex vegu, þ.e. með því að:

  1. senda stjórnlagaráði skrifleg erindi og umsagnir;
  2. hlusta á upptökur af fundum stjórnlagaráðs og eftir atvikum verkefnanefnda – hvort sem er með því að mæta á opna fundi, hlusta á þá á netinu í beinni eða upptökur síðar;
  3. tjá sig undir nafni á opinberum vef stjórnlagaráðs um drög og tillögur að nýjum stjórnarskrárákvæðum;
  4. óskað eftir fundi með stjórnlagaráði, nefndum eða starfshópum;
  5. með því að taka þátt í þjóðaratkvæði sem gert var ráð fyrir við meðferð þingsályktunarum skipun stjórnlagaráðs að gæti átt sér stað áður en Alþingi tekur tillögu stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár til afgreiðslu.

Væntanlega getur rödd almennings í sjötta lagi einnig heyrst áður en stjórnlagaráð lýkur störfum með því að gerð verði skoðanakönnun á viðhorfum kjósenda til meginatriða í væntanlegum tillögum ráðsins til þjóðar og þings.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur