Mánudagur 15.08.2011 - 23:59 - FB ummæli ()

Upplýsingaréttur (15. gr.)

Umfjöllun um grein dagsins – 15. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs – verður heldur fáorð enda eru bæði tölvan og ég hálf eftir okkur eftir nokkuð ítarlegt og venju fremur fræðilegt blogg gærdagsins um 14. gr. – en vonandi samt á mannamáli – um grundvallarregluna um tjáningarfrelsi og nýmæli sem þar er að finna, svo og þær fáu breytingar sem þar eru frá gildandi stjórnarskrá.

Regla 15. gr. hljóðar svo:

Öllum er frjálst að safna og miðla upplýsingum.

Stjórnsýsla skal vera gegnsæ og halda til haga gögnum, svo sem fundargerðum, og skrásetja og skjalfesta erindi, uppruna þeirra, ferli og afdrif. Slíkum gögnum má ekki eyða nema samkvæmt lögum.

Upplýsingar og gögn í fórum stjórnvalda skulu vera tiltæk án undandráttar og skal með lögum tryggja aðgang almennings að öllum gögnum sem opinberir aðilar safna eða standa straum af. Listi yfir öll mál og gögn í vörslu hins opinbera, uppruna þeirra og innihald, skal vera öllum aðgengilegur.

Söfnun, miðlun og afhendingu gagna, geymslu þeirra og birtingu má aðeins setja skorður með lögum í lýðræðislegum tilgangi, svo sem vegna persónuverndar, friðhelgi einkalífs, öryggis ríkisins eða lögbundins starfs eftirlitsstofnana. Heimilt er í lögum að takmarka aðgang að vinnuskjölum enda sé ekki gengið lengra en þörf krefur til að varðveita eðlileg starfsskilyrði stjórnvalda.

Um gögn sem lögbundin leynd hvílir yfir skulu liggja fyrir upplýsingar um ástæður leyndar og takmörkun leyndartíma.

Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir fjölmiðla og aðra sem vilja gegnsæi og aðhald. Einnig leggur þetta töluverðar kvaðir á opinbera aðila – en sem starfsmaður í opinberri stofnun taldi ég ekki annmarka á ákvæðinu. Deila má hins vegar um hve nákvæmar stjórnarskrárreglur skuli vera.

Spyrjið endilega ef greinin vekur spurningar.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur