Í 16. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er enn eitt nýmælið miðað við lýðveldisstjórnarskrána – sem að stofni til er 137 ára gömul:
Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og gegnsætt eignarhald skal tryggja með lögum.
Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara skal tryggja í lögum. Óheimilt er að rjúfa nafnleynd án samþykkis þess sem veitir upplýsingar nema við meðferð sakamáls og samkvæmt dómsúrskurði.
Í þessu felst að Alþingi ber að setja lög (sem raunar voru sett í vor að nokkru marki, lög um fjölmiðla) sem tryggja allt þetta:
- Frelsi fjölmiðla.
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla.
- Gegnsætt eignarhald fjölmiðla.
- Vernd blaðamanna.
- Vernd heimildarmanna
- Vernd uppljóstrara.
Þá verður nú gaman að lifa.