Mánudagur 29.08.2011 - 23:59 - FB ummæli ()

Bann við ómannúðlegri meðferð (29. gr.)

Í 29. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er – eins og víðar í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar – kveðið á um hömlur við því sem löggjafinn og handhafar dóms- og framkvæmdarvalds geta ákveðið:

Í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu.

Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.

Í gildandi stjórnarskrá er nákvæmlega, orðrétt, sömu ákvæði að finna – og þar sem pistlar þessir eru fyrst og fremst samdir í því skyni að upplýsa og fræða um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá – og gefa færi á rökræðum um þær – orðlengi ég ekki um þessa grein stjórnarskrárfrumvarps okkar í stjórnlagaráði; ég er hins vegar ávallt reiðubúinn til þess að svara málefnalegum spurningum.

Öll ákvæðin þrjú eru sett í stjórnarskrána við breytingu á mannréttindakafla hennar 1995 – en töldust væntanlega flest óskráð grundvallarréttindi áður.

Helst dettur mér í hug að skýra þurfi að með „nauðungarvinnu“ er átt við þrældóm – þ.m.t. mansal; samfélagsþjónusta í því skyni að leysa af hendi refsingu fellur hins vegar ekki undir hugtakið.

Hér má lesa ítarlegri skýringar skrifstofu stjórnlagaráðs með stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs (sjá um þetta ákvæði á bls. 75).

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur