Miðvikudagur 14.09.2011 - 15:59 - FB ummæli ()

Samkomustaður (Alþingis) (45. gr.)

Í 45. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir:

Alþingi kemur að jafnaði saman í Reykjavík en getur þó ákveðið að koma saman á öðrum stað.

Hver ákveður?

Gildandi stjórnarskrá er sama efnis – nema hvað

  • efnisskilyrði um að „sérstaklega [sé] ástatt“ er fellt brott (sem mér finnst raunar heldur verra) og að
  • ákvörðunarvald um annan þingstað í undantekningartilvikum er flutt frá forseta (í raun ríkisstjórn) til Alþingis sjálfs.

Þetta hefur kosti og galla.

Kostirnir við þessa breytingu er að

  1. ef forseti forfallast er unnt að ákveða nýjan þingstað,
  2. komist er hjá geðþóttákvörðun ríkisstjórnar f.h. forseta gagnvart sjálfstæði þingsins og
  3. ekki er vegið að sjálfstæði þingsins.

Ókosturinn við þessa breytingu er að

  1. ef erfitt er að kalla saman þing í Reykjavík er eðli málsins erfitt að koma því saman til þess að það geti „þó ákveðið að koma saman á öðrum stað.“

„á Íslandi“

Lykilatriðið er þó að skilyrðið um að Alþingi þurfi að koma saman „á Íslandi“ er numið brott en þar má hafa hliðsjón af reynslu Norðmanna sem fyrir aðeins mannsaldri þurftu að senda ríkisstjórn og konung úr landi en ekki er útilokað að „útlagaþing“ starfi á stríðstíma eins og dæmi eru um að „útlagastjórnir“ starfi utanlands þegar land er  hernumið.

Um þetta segir í skýringum skrifstofu stjórnlagaráðs með ákvæðinu:

Stjórnlagaráð telur rétt að Alþingi geti sjálft ákveðið annan fundarstað en í Reykjavík við sér­ stakar kringumstæður. Sá staður einskorðist ekki við Ísland. Ómögulegt er að segja fyrir um hvaða kringumstæður gætu réttlætt í framtíðinni að þingið komi saman annars staðar en hér á landi, en ætla má að það yrði aðeins í ýtrustu undantekningar­ og neyðartilvikum, svo sem vegna stríðsástands eða mikilla náttúruhamfara.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur