Fimmtudagur 15.09.2011 - 11:59 - FB ummæli ()

Þingsetning (46. gr.)

Í 46. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir:

Forseti Íslands stefnir saman Alþingi að loknum alþingiskosningum og setur reglulegt Alþingi ár hvert.
Forseti stefnir einnig saman og setur Alþingi að tillögu forseta þess eða 1/3 hluta þingmanna.

Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta hið sama og í fyrri málsgrein utan þess að 10 vikna hámarksfrestur til þess að stefna þingi saman er afnuminn – með þessari skýringu:

Stjórnlagaráð fór að tillögu stjórnlaganefndar fyrir utan að lækka kröfu um meirihluta alþing­ismanna niður í þriðjung. Sú breyting var gerð í ljósi álits frá sérfræðingi sem taldi að samspil þessa ákvæðis og 43. gr. gæti leitt til þess að minnihluti þingmanna gæti ekki krafist þess að þing komi saman né væri slík krafa í stjórnarskrá, nema strax eftir kosningar. [Nmgr. 126] Að þessu virtu taldi ráðið rétt að minnihluti þingmanna ætti kröfu til að kalla þing saman ef meirihlutinn léti það hjá líða og er því um minnihlutavernd að ræða. Að öðru leyti eigi þingið sjálfdæmi um starfstíma sinn og samkomudag.

Þá kemur fram í sömu skýringum að eðlilegt sé að sami aðili stefni saman Alþingi og rjúfi það.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur