Föstudagur 30.09.2011 - 23:59 - FB ummæli ()

Birting laga (61. gr.)

Í 61. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir:

Birta skal lög, stjórnvaldsfyrirmæli og þjóðréttarsamninga sem ríkið hefur fullgilt. Lögum og stjórnvaldsfyrirmælum má aldrei beita með íþyngjandi hætti fyrr en eftir birtingu þeirra. Um birtingarhátt og gildistöku fer að landslögum.

Í gildandi stjórnarskrá segir um sama efni að birta skuli lög og að um birtingarháttu og framkvæmd laga fari að landslögum. Viðbótin um „stjórnvaldsfyrirmæli og þjóðréttarsamninga“ er þó varla tæmandi; komið hafa fram ábendingar um að stjórnsýsluúrskurði skuli birta – eins og oftast, en því miður ekki alltaf – er gert enda felst í þeim miklvæg vísbending um túlkun laga ef ekki réttarheimild.

Íþyngjandi afturvirkni óheimil

Hér er mikil réttarbót áréttuð.

Í lagaframkvæmd – þ.m.t. samkvæmt úrlausnum dómstóla – hefur að vísu a.m.k. undanfarinn aldarfjórðung verið áréttað, t.d. af hálfu Hæstaréttar að Alþingi geti ekki sett afturvirkar íþyngjandi reglur sem binda borgarana.

Þá hefur sama regla lengi verið talin gilda samkvæmt mannréttindasáttmálum, stjórnlagafræðum og settum reglum í stjórnarskrá um refsingar og skatta – sem verði ekki ákveðnir afturvirkt.

Nýmælið er um aðrar íþyngjandi reglur en skatta og refsingar.

Ívilnandi afturvirkni heimil

Að gættum öðrum réttarreglum réttarríkisins og meginreglum lýðræðis er ívilandi afturvirkni laga vitaskuld heimil samkvæmt gagnályktun frá þessu ákvæði.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur