Mánudagur 10.10.2011 - 23:59 - FB ummæli ()

Skattar (71. gr.)

Í 71. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir:

Skattamálum skal skipað með lögum. Engan skatt má á leggja né breyta né taka af nema með lögum.

Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.

Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.

Í gildandi stjórnarskrá er orðrétt sömu ákvæði að finna; aðeins er breytt uppröðun og færð saman ákvæði hvort úr sinni áttinni sem eiga heima saman auk þess sem orðaröð tveggja orða („taka af“) er víxlað. Er því ástæðulaust að hafa mörg orð um það – enda er megintilgangur pistla þessara að útskýra

  • breytingar á gildandi stjórnlögum og
  • röksemdir fyrir þeim breytingum (og eftir atvikum mótrök gegn breytingum sem ekki var fallist á).

Þrjár mikilvægar grunnreglur

Aðeins skal áréttað um inntak þessara þriggja málsgreina að:

  1. mgr. felur í sér sterka lögmætisreglu, þ.e. að löggjafarþingið eitt geti ákveðið – með almennum reglum í formi laga – hvort greiða skuli skatt í tilteknum aðstæðum, hver skuli greiða hann, hvernig skatturinn skuli reiknaður og þar með hve hár hann skuli vera o.s.frv.; þetta er grundvallaratriði – sem áréttað hefur verið í dómum en var réttilega talin ástæða til þess að skerpa á með breytingu á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar 1995; hér er því ekki haggað við þeim réttarbótum; er þetta svipað og í refsirétti þar sem skýr krafa er um lagaheimild til þess að verknaður teljist refsiverður; reglan er þó enn strangari eða fortakslausari þar;
  2. mgr. bannar framsal skattlagningarvalds til stjórnvalda;
  3. mgr. felur í sér afdráttarlaust bann við afturvirkni skattalaga – þó varla sé það eins sterkt og írefsirétti.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur