Laugardagur 22.10.2011 - 22:35 - FB ummæli ()

Fráfall (forseta) (83. gr.)

Í 83. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir:

Falli forseti frá eða láti af störfum áður en kjörtímabili er lokið skal kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu hans.

Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta efnislega hið sama. Um það er því lítið annað að segja en segir í einni stystu skýringu með ákvæðum frumvarpsins:

Óbreytt ákvæði, núgildandi 7. gr. stjórnarskrárinnar.

Greinin er efnislega óbreytt að utanskilinni orðalagsbreytingu.

Helst var hægt að velta vöngum um hvort ákvæðið ætti að vera efnislega óbreytt – þannig að nýr forseti í kjölfar fráfalls forseta sitji aðeins þann tíma sem eftir er af kjörtímabili hins látna eða fyrrverandi forseta – eða hvort nýtt 4ra ára kjörtímabil ætti að hefjast.

Stenst stjórnskipun landsins áhættur?

Meðan á vinnu stjórnlagaráðs stóð var stundum rætt óformlega um hvort stjórnarskráin – núgildandi eða sú sem stjórnlagaráð leggur til – stenst það sem kalla má álagspróf. Taka má sem dæmi að í Póllandi fórst forsetinn og fjöldi annarra forystumanna í einu flugslysi fyrir hálfu öðru ári. Bandaríska stjórnarskráin hefur að geyma nákvæma ákvæði um hver taki við ef forseti ferst eða verður ófær um að gegna störfum og hver er næstur og svo koll af kolli; sama er að segja um konungsríki þar sem erfðaröð hefur frá fornu fari verið ljós.

Ljóst virðist að valdaröð samkvæmt stjórnarskrárfrumvarpinu er einfaldari en samkvæmt gildandi stjórnarskrá og stenst líklega betur slíkar áhættur hvað forsetavald varðar; annars væri fróðlegt að sjá útkomu formlegs álagsprófs fyrir gildandi stjórnarskrá eða hina nýju.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur