Föstudagur 21.10.2011 - 20:00 - FB ummæli ()

Staðgengill (forseta) (82. gr.)

Í 82. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir:

Geti forseti Íslands ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum fer forseti Alþingis með forsetavald á meðan.

Einföldun…

Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að

  • ef sæti forseta lýðveldisins verði laust eða
  • ef  hann geti ekki gegnt störfum sínum vegna
  1. dvalar erlendis,
  2. sjúkleika eða
  3. af öðrum ástæðum

skuli

  • forsætisráðherra,
  • forseti Alþingis og
  • forseti Hæstaréttar

fara með forsetavald.

Þá er kveðið á um að þingforseti (sem er jú sá eini sem er með beint lýðræðislegt umboð að baki sér) stýri fundum þeirra; ef ágreiningur rísi ráði meirihluti.

… og meginbreyting

Í þessu ákvæði stjórnarskrárfrumvarpsins felst ein af stærri breytingum sem stjórnlagaráð leggur til varðandi æðstu stjórnskipun landsins – þ.e. að í stað 3ja handhafa forsetavalds komi einn sem auk þess hefur verulegt lýðræðislegt umboð eins og áður er fram komið – bæði

Þá er samkvæmt orðalagi ákvæðisins sjálfs heldur sveigjanlegra en samkvæmt gildandi stjórnarskrá hvenær handhafi forsetavalds – eða eins konar „varaforseti“ samkvæmt þessu kemur til sögunnar.

Þetta er nánar rakið í skýringum með ákvæðinu:

Ákvæðið fjallar um handhöfn forsetavalds. Því er breytt á þá leið að staðgengill forseta er nú aðeins einn í stað þriggja. Ekki er gert ráð fyrir að staðgengil þurfi í tímabundnum heimsókn­ um forseta á erlendri grundu í ljósi þess hversu mjög samgöngur og tækni hafa þróast. Stað­ gengill tekur því aðeins við ef forseti veikist eða forfallast af öðrum orsökum til lengri tíma.

Stjórnlaganefnd lagði ekki fram tillögur að breytingum á þessu fyrirkomulagi en í frumvarpi þessu er hins vegar gert ráð fyrir því að forseti Alþingis fari einn með forsetavald í forföllum forseta Íslands. Þessa breytingu skal skoða í ljósi þess að fyrirkomulag um að kalla saman þrjá mismunandi aðila úr stjórnkerfinu til að gegna starfi forseta er óþjált og þekkist ekki í öðrum löndum. Jafnframt leggur Stjórnlagaráð til að starfi forseta Alþingis verði breytt þannig að hann hafi betri burði til að hlaupa í skarðið fyrir forsetann. Er breytingin bæði til hagræðis í stjórnskipun og til sparnaðar þar sem ekki er ætlast til að forseti Alþingis fái laun fyrir störf sín sem staðgengill, heldur sé það hluti af launakjörum hans. Sé handhafi forsetavalds forfall­ aður eða fjarstaddur utan lands ganga varamenn hans í hans stað, þ.e. varaforsetar Alþingis í réttri töluröð.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur