Mánudagur 07.11.2011 - 23:59 - FB ummæli ()

Sjálfstæði dómstóla (99. gr.)

Í 99. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er eitt stysta ákvæði þess að finna – ekki vegna þess að það sé lítils virði heldur einmitt vegna þess að skýrri og óumdeildri hugsun mátti lýsa á gagnorðan hátt:

Sjálfstæði dómstóla skal tryggt með lögum.

Í gildandi stjórnarskrá er ekki beinlínis kveðið á um sjálfstæði dómstóla berum orðum – en þar eru ákvæði sem til þess eru fallin að tryggja í raun sjálfstæði dómstóla og dómara og óháða meðferð dómsvalds. Hið síðarnefnda – að stuðla að raunverulegu sjálfstæði dómstóla – er auðvitað mikilvægara en að segja að sjálfstæði skuli tryggt; þess vegna eru fleiri ákvæði í kaflanum um dómsvald í frumvarpinu en í stjórnarskránni sem tryggja sjálfstæði á borði, fremur en í orði.

Það eina, sem við tókumst á um í þessu efni í stjórnlagaráði, var hvort síðarnefndu ákvæðin ættu að vera enn fleiri en þau á endanum urðu.

Um þau verður fjallað í næstu pistlum – auk þess sem fjallað var um í gær um að einungis lög geti ákveðið skipan dómstóla og meðferð dómsvalds.

Í skýringum segir um 99. gr.:

Greinin er ný og tekin upp úr tillögum stjórnlaganefndar. Greinin kveður með almennum hætti á um sjálfstæði dómstóla en felur löggjafanum verulegt mat um þetta atriði. Í markmið­ inu um sjálfstæði felst einnig krafa um ákveðið sjálfstæði dómstóla með tilliti til stjórnsýslu og fjárstjórnar. Hins vegar er ekki tekin afstaða til þess hvort þessi atriði eru falin sérstöku stjórnvaldi á vegum dómstóla eða komið fyrir með öðrum hætti. Stjórnlagaráð telur ekki þurfa að tilgreina, líkt og stjórnlaganefnd hafði gert, að dómstólum verði ekki falin störf sem sam­ kvæmt venju eða eðli sínu heyri undir aðra valdþætti ríkisins. Hlutverk og störf dómstóla leiða því einnig af öðrum ákvæðum frumvarpsins um valddreifingu hverrar greinar ríkisvaldsins.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur