Í 10. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum skal tryggð mannhelgi og vernd gegn hvers kyns ofbeldi, svo sem kynferðisofbeldi, innan heimilis og utan. Hér er sjálfsögð skylda lögð á ríkið – alla handhafa ríkisvalds löggjafann, handhafa framkvæmdarvalds (t.d. lögreglu) og handhafa dómsvalds – til þess að vernda borgarana gegn einni af elstu hættunum sem að þeim beinist […]
Ein af þeim greinum í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs, sem ég er hvað ánægðastur með, er 9. gr. sem hljóðar svo: Yfirvöldum ber ætíð að vernda borgarana gegn mannréttindabrotum, hvort heldur sem brotin eru af völdum handhafa ríkisvalds eða annarra. Í stuttu máli – og vonandi á mannamáli – er þessu ákvæði ætlað að stuðla að því […]
Í 8. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna ákvæði sem hafði marga stuðningsmenn innan og utan stjórnlagaráðs og líklega fáa andmælendur nema hvað sumum fannst slíkt ákvæði ekki alveg nægilega „konkret“ til að vera í stjórnarskrá: Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna. Mannleg reisn er friðhelg Fyrirmynd […]
Í 7. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Allir hafa meðfæddan rétt til lífs. Takmörkuð lagaleg merking Þetta ákvæði felur í sér nýmæli í stjórnarskrá og í lögum en hefur e.t.v. ekki mikla sjálfstæða lagalega merkingu; ekki er þar með sagt að ákvæðið sé merkingarlaust. Fyrirvarinn um meðfæddan rétt tekur nefnilega væntanlega fyrir þann möguleika að fóstureyðingarlöggjöf verði […]
Vel fer á að skrifa stuttlega um jafnræðisregluna í 6. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs nú í dag, 6. ágúst, þegar Hinsegin dagar standa sem hæst – en eitt helsta nýmælið í væntanlegri stjórnarskrá, ef að líkum lætur, er – eins og ég lofaði í kosningabaráttu minni í haust svo sem fjölmargir aðrir – að kynhneigð er nú […]
Í 5. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna nýmæli – sem ekki er að finna í gildandi stjórnarskrá. Skýra má 1. mgr. í samhengi við 9. gr. Þar sem ákvæðið kom fremur seint fram og greinargerð með því (eins og frumvarpinu öllu) er í vinnslu verður samhengi þessa ákvæðis við 9. gr. frumvarpsins væntanlega betur skýrt […]
Í 4. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Rétt til íslensks ríkisfangs öðlast þeir sem eiga foreldri með íslenskt ríkisfang. Ríkisborgararéttur verður að öðru leyti veittur samkvæmt lögum. Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti. Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til […]
Í 3. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins segir: Íslenskt landsvæði er eitt og óskipt. Mörk íslenskrar landhelgi, lofthelgi og efnahagslögsögu skulu ákveðin með lögum. Um þetta er lítið fjallað í gildandi stjórnarskrá þó að vikið sé að landi og landhelgi þar í öðru sambandi. Fyrri málsliðurinn á m.a. að árétta einingu ríkisins þannig að tiltekinn hluti landsins verði […]
Þessi grein í nýja stjórnarskrárfrumvarpinu okkar kom mér aðeins á óvart að því leyti hvað mikill ágreiningur varð um hana í ferlinu en ég taldi hana nokkuð sjálfsagða – þ.e. að telja upp helstu handhafa ríkisvalds – fyrir utan að þarna hefði að mínu mati gjarnan mátt tilgreina tvo mikilvæga þætti ríkisvalds sem fram koma síðar […]
Í nýju stjórnarskrártillögunni frá stjórnlagaráði segir í 1. gr.: Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn. Í þessu felst augljóslega engin breyting – enda hefur Ísland verið lýðveldi frá 1944 er konungssambandi við Danmörku var slitið – en í lýðveldi felst aðeins að þjóðhöfðinginn er forseti eða annar þjóðkjörinn (eða í sumum tilvikum þingkjörinn) forystumaður – svo […]