Í 50. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er nýmæli sem varðar það sem í lögfræði er nefnt sérstakt hæfi til þess að taka ákvörðun um mál og almennt (neikvætt) hæfi til þess að gegna tilteknu hlutverki. Fyrri málsgrein 50. gr. lýtur beint að sérstöku hæfi alþingismanns og síðari málsgreinin tengist almennu (neikvæðu) hæfi hans til þess að […]