Færslur með efnisorðið ‘Jafnræði’

Föstudagur 19.08 2011 - 07:00

Kirkjuskipan (19. gr.)

Í 19. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er lögð til meginbreyting á lagalegri stöðu þjóðkirkjunnar – en engin breyting er lögð til í raun á stöðu hennar frá gildandi stjórnarskrá. Í frumvarpinu segir: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í […]

Laugardagur 13.08 2011 - 07:00

Eignarréttur (13. gr.)

Þó að stjórnlagaráð hafi að margra mati – réttilega að mínum dómi – verið talið nokkuð vinstra megin við miðju, og e.t.v. heldur meira til vinstri en meðaltal þjóðarinnar – leggur ráðið vitaskuld ekki til breytingar á því að eignarrétturinn sé friðhelgur; vona ég að enginn hafi óttast svo róttækar breytingartillögur. Eignarréttarákvæðið hefur í yfir […]

Laugardagur 06.08 2011 - 23:30

Jafnræði (6. gr.)

Vel fer á að skrifa stuttlega um jafnræðisregluna í 6. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs nú í dag, 6. ágúst, þegar Hinsegin dagar standa sem hæst – en eitt helsta nýmælið í væntanlegri stjórnarskrá, ef að líkum lætur, er – eins og ég lofaði í kosningabaráttu minni í haust svo sem fjölmargir aðrir – að kynhneigð er nú […]

Þriðjudagur 21.06 2011 - 23:59

Óska eftir samtali

Nú eru innan við sex vikur þar til stjórnlagaráð á að hafa lokið störfum; nú nálgumst við í ráðinu lokafasann þar sem í ríkari mæli er leitað utanaðkomandi álits frá slíkum aðilum. Margir möguleikar eru á áhrifum – eins og ég hef áður skrifað um. Samræðan er þó mikilvæg. Ég hef – með takmörkuðum árangri […]

Miðvikudagur 08.06 2011 - 07:00

Millimetraréttlæti?

Danir hafa hugtakið „millimeterretfærdighed“ sem ég þýði svona; það merkir – í heldur neikvæðri merkingu – réttlæti sem er svo nákvæmt og jafnaðarlegt að niðurstaðan kemur niður á rökréttu skipulagi og fyrirbyggir oft skynsamlega málamiðlun. Til þessa vitna ég stundum þessa dagana þegar við í stjórnlagaráði – að vísu í annarri nefnd (C) en þeirri, […]

Mánudagur 30.05 2011 - 07:00

Sanngjörn laun verði stjórnarskrárvarin

Gaman var að ganga smá í mannréttindagöngu sl. laugardag – daginn eftir að mannréttindanefnd (A) stjórnlagaráðs kynnti síðari hluta megintillagna sinna í stjórnlagaráði um umbætur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar – að viðbættum ákvæðum um auðlindir og náttúruvernd o.fl. Skýrt hugtak um þjóðareign mikilvægt nýmæli Ég skrifaði fyrir helgi um það mikilvægasta í þessu efni að mínu […]

Þriðjudagur 24.05 2011 - 23:32

Manna-, nútíma-, laga- eða stefnumál

Er við í stjórnlagaráði semjum tillögur að nýrri stjórnarskrá – í stað þeirrar sem gilt hefur, lítt breytt, í mannsaldur frá lýðveldisstofnun 1944, og að stofni til í tvo mannsaldra frá 1874 – er eitt mikilvægasta atriðið hvernig orða á hlutina og til hvers. Mannamál, já… Ég er meðvitaður um eftirfarandi: Almenn og líklega langvinn […]

Mánudagur 16.05 2011 - 23:58

Hver á að semja frumvörpin?

Í valdþáttanefnd stjórnlagaráðs, nefnd B, brjótum við þessa dagana heilann um hvernig unnt er að færa stefnumótandi frumkvæði til Alþingis og fastanefnda þess en tryggja um leið að frumvörp og önnur þingmál séu samin af þeirri sérfræðiþekkingu sem nauðsynleg er. Um þetta höfum við rætt og hugsað – bæði í nefndinni og í stjórnlagaráði – […]

Föstudagur 06.05 2011 - 23:55

Lex rex

Þessi danska frétt vakti áhuga minn í vikunni – þó að ég hafi ekki fylgst með aðdragandanum. Málavextir virðast í fljótu bragði vera að dönsk þingkona, sem nýverið ákvað að hætta á þjóðþinginu við kosningar í vor, tekur með sér feitan biðlaunapakka – heils árs laun án vinnuskyldu – um leið og hún tók við […]

Mánudagur 02.05 2011 - 23:13

Stjórnskipulegur neyðarréttur

Spennandi umræður eru að skapast um erindi til stjórnlagaráðs á vef þess fyrir opnum tjöldum. Eftir hádegi á fimmtudögum eru svo reglulegir fundir sem fylgjast má með  á vefnum – og næsta fimmtudag má búast við að fyrstu tillögurnar verði samþyktar inn í áfangaskjal sem smám saman mun spinnast við. Fram að því eru sjónarmið og […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur