Í 29. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er – eins og víðar í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar – kveðið á um hömlur við því sem löggjafinn og handhafar dóms- og framkvæmdarvalds geta ákveðið: Í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu. Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi. […]
Í 27. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskráa og mannréttindaskráa frá upphafi – þ.e. ákvæði sem verndar réttinn til frelsis, sem í erlendu lagamáli er stundum kenndur við habeas corpus. Sá réttur hefur aðeins verið tekinn úr sambandi í borgarastyrjöldum og einræðisríkjum og við þvíumlíkar aðstæður – en því miður of oft við […]
Um 26. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs hef ég ekki margt að segja en hún hljóðar svo: Allir skulu ráða búsetu sinni og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem eru settar með lögum. Engum verður meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómstóla. Stöðva má þó brottför manns úr landi með lögmætri handtöku. Með lögum […]
Í 25. gr. frumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum ef almannahagsmunir krefjast. Í lögum skal kveða á um rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða, svo sem hvíldar, orlofs og frítíma. Öllum skal tryggður réttur til sanngjarnra launa og til að semja um […]
Í 24. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skal standa til boða menntun án endurgjalds. Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. Alþingi útfærir áfram meginregluna […]
Í 22. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir Öllum skal með lögum tryggður réttur til lífsviðurværis og félagslegs öryggis. Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, svo sem vegna atvinnuleysis, barneigna, elli, fátæktar, fötlunar, veikinda, örorku eða sambærilegra aðstæðna. Skynsamlegar viðbætur Í gildandi stjórnarskrá er sambærilegt ákvæði að finna og í síðari […]
Í 19. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er lögð til meginbreyting á lagalegri stöðu þjóðkirkjunnar – en engin breyting er lögð til í raun á stöðu hennar frá gildandi stjórnarskrá. Í frumvarpinu segir: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í […]
Í 10. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum skal tryggð mannhelgi og vernd gegn hvers kyns ofbeldi, svo sem kynferðisofbeldi, innan heimilis og utan. Hér er sjálfsögð skylda lögð á ríkið – alla handhafa ríkisvalds löggjafann, handhafa framkvæmdarvalds (t.d. lögreglu) og handhafa dómsvalds – til þess að vernda borgarana gegn einni af elstu hættunum sem að þeim beinist […]
Í 8. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna ákvæði sem hafði marga stuðningsmenn innan og utan stjórnlagaráðs og líklega fáa andmælendur nema hvað sumum fannst slíkt ákvæði ekki alveg nægilega „konkret“ til að vera í stjórnarskrá: Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna. Mannleg reisn er friðhelg Fyrirmynd […]
Í 3. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins segir: Íslenskt landsvæði er eitt og óskipt. Mörk íslenskrar landhelgi, lofthelgi og efnahagslögsögu skulu ákveðin með lögum. Um þetta er lítið fjallað í gildandi stjórnarskrá þó að vikið sé að landi og landhelgi þar í öðru sambandi. Fyrri málsliðurinn á m.a. að árétta einingu ríkisins þannig að tiltekinn hluti landsins verði […]