Færslur með efnisorðið ‘Neyðarréttur’

Föstudagur 18.11 2011 - 23:59

Þjóðréttarsamningar (110. gr.)

Í 110. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ráðherra gerir þjóðréttarsamninga fyrir hönd Íslands. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi, innsævi, landhelgi, efnahagslögsögu eða landgrunni, eða kalla á breytingar á landslögum, eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum, nema samþykki Alþingis komi til. Í gildandi stjórnarskrá er sambærilegt […]

Fimmtudagur 17.11 2011 - 23:59

Meðferð utanríkismála (109. gr.)

Í 109. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Utanríkisstefna og almennt fyrirsvar ríkisins á því sviði er á hendi ráðherra í umboði og undir eftirliti Alþingis. Ráðherrum er skylt að veita utanríkismálanefnd Alþingis upplýsingar um utanríkis- og varnarmál. Ráðherra skal hafa samráð við nefndina áður en ákvörðun er tekin um mikilvæg utanríkismál. Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í […]

Mánudagur 31.10 2011 - 23:59

Starfsstjórn (92. gr.)

Í 92. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Eftir að forsætisráðherra hefur verið veitt lausn ásamt ríkisstjórn sinni situr hún áfram sem starfsstjórn uns ný ríkisstjórn er skipuð. Sama gildir ef þing er rofið. Ráðherrar í starfsstjórn taka aðeins þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til rækslu starfa þeirra. Hvenær verður ríkisstjórn starfsstjórn? Í skýringum segir svo um þau […]

Laugardagur 22.10 2011 - 22:35

Fráfall (forseta) (83. gr.)

Í 83. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Falli forseti frá eða láti af störfum áður en kjörtímabili er lokið skal kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu hans. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta efnislega hið sama. Um það er því lítið annað að segja en segir í einni stystu skýringu með ákvæðum frumvarpsins: […]

Laugardagur 08.10 2011 - 23:59

Greiðsluheimildir (69. gr.)

Í 69. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum. Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum. Alþingi […]

Þriðjudagur 30.08 2011 - 16:00

Bann við afturvirkni refsingar (30. gr.)

Í 30. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er kveðið á um tvær – væntanlega óumdeildar – meginreglur réttarríkja til viðbótar, þ.e. um að refsing verði ekki ákveðin nema með lögum (l. nulla poena sine lege) og að afturvirkar ákvarðanir um refsinæmi séu óheimilar: Ávæðið hljóðar svo: Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um […]

Fimmtudagur 30.06 2011 - 22:12

Bráðabirgðalög?

Í stjórnlagaráði liggur fyrir óformleg tillaga um að afnema heimild í stjórnarskrá til þess að setja bráðabirgðalög. Áður en ég lýsi skoðun minni – og rökstyð hana – þætti mér vænt um að lesa (eða heyra í GSM 897 33 14) skoðanir lesenda á því hvort slík heimild eigi að vera fyrir hendi áfram í […]

Mánudagur 23.05 2011 - 23:59

Stjórnarskráin og eldgos

Halda mætti við fyrstu sýn að fyrirsögnin sé grín – eins og í færslu fyrir stjórnlagaþingskosningar í nóvember sl.; þegar nánar er að gáð er ekki svo vitlaust að athuga samhengi stjórnskipunarinnar við eldgos – eins og nú hafa dunið á þjóðinni og Norðurhveli jarðar tvö ár í röð – sem og aðra ófyrirséðar hamfarir eða […]

Mánudagur 02.05 2011 - 23:13

Stjórnskipulegur neyðarréttur

Spennandi umræður eru að skapast um erindi til stjórnlagaráðs á vef þess fyrir opnum tjöldum. Eftir hádegi á fimmtudögum eru svo reglulegir fundir sem fylgjast má með  á vefnum – og næsta fimmtudag má búast við að fyrstu tillögurnar verði samþyktar inn í áfangaskjal sem smám saman mun spinnast við. Fram að því eru sjónarmið og […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur