Færslur með efnisorðið ‘Ráðherraræði’

Mánudagur 31.10 2011 - 23:59

Starfsstjórn (92. gr.)

Í 92. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Eftir að forsætisráðherra hefur verið veitt lausn ásamt ríkisstjórn sinni situr hún áfram sem starfsstjórn uns ný ríkisstjórn er skipuð. Sama gildir ef þing er rofið. Ráðherrar í starfsstjórn taka aðeins þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til rækslu starfa þeirra. Hvenær verður ríkisstjórn starfsstjórn? Í skýringum segir svo um þau […]

Sunnudagur 30.10 2011 - 23:59

Vantraust (91. gr.)

Í gær var fjallað um stjórnarmyndun skv. 9o. gr. stjórnarskrárfrumvarpins og þar með hinn „jákvæða“ hluta hinnar óskráðu en stjórnarskrárbundnu þingræðisreglu. Í 91. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins er fjallað um spegilmyndina – vantraustið – sem er hin „neikvæða“ hlið þingræðisreglunnar og endapunktur hinnar pólitísku ábyrgðar ráðherra í þingræðisríki. Um hvorugt er fjallað í gildandi stjórnarskrá og er 91. gr. því algert nýmæli formlega – en efnislega að mestu […]

Laugardagur 29.10 2011 - 23:59

Stjórnarmyndun (90. gr.)

Ákvæði 90. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs var eitt mest rædda ákvæðið í valdþáttanefndi (B) stjórnlagaráðs. Sömuleiðis er það eitt ítarlegast skýrða ákvæðið en um það eru 5 bls. í skýringum. Í því eru þó ekki mjög róttækar breytingar – en ýmsar breytingar þó. Ákvæðið hljóðar svo: Alþingi kýs forsætisráðherra. Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og […]

Föstudagur 28.10 2011 - 23:59

Ráðherrar og Alþingi (89. gr.)

Í 89. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ráðherrar mæla fyrir frumvörpum og tillögum frá ríkisstjórn, svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum á Alþingi eftir því sem þeir eru til kvaddir, en gæta verða þeir þingskapa. Ráðherrar hafa ekki atkvæðisrétt á Alþingi. Sé alþingismaður skipaður ráðherra víkur hann úr þingsæti á meðan hann gegnir embættinu og tekur […]

Miðvikudagur 26.10 2011 - 23:59

Ríkisstjórn (87. gr.)

Í 87. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fjallað um ríkisstjórn – sem er eiginlega nýmæli í stjórnarskrá! Þar segir: Ráðherrar sitja í ríkisstjórn. Forsætisráðherra boðar til ríkisstjórnarfunda, stýrir þeim og hefur yfirumsjón með störfum ráðherra. Ríkisstjórnarfundi skal halda um frumvörp og tillögur til Alþingis, önnur mikilvæg stjórnarmálefni og til samráðs um störf og stefnumál ríkisstjórnarinnar. Þá skal […]

Mánudagur 24.10 2011 - 23:59

Náðun og sakaruppgjöf (85. gr.)

Í 85. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands getur náðað menn og veitt almenna uppgjöf saka að tillögu ráðherra. Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan refsingu, sem dómstólar hafa dæmt vegna ráðherraábyrgðar, nema með samþykki Alþingis. Niðurfelling saksóknar afnumin sem forsetavald Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að forsetinn geti ákveðið að saksókn fyrir afbrot skuli […]

Föstudagur 14.10 2011 - 11:59

Umboðsmaður Alþingis (75. gr.)

Í 75. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann gætir að rétti borgaranna og hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Hann gætir þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og […]

Fimmtudagur 13.10 2011 - 23:59

Ríkisendurskoðun (74. gr.)

Í 74. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kýs ríkisendurskoðanda til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann endurskoðar fjárreiður ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja í umboði Alþingis eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum. Endurskoðaðan ríkisreikning næstliðins árs ásamt athugasemdum ríkisendurskoðanda skal leggja fyrir Alþingi til samþykktar samhliða frumvarpi til […]

Miðvikudagur 12.10 2011 - 23:59

Þingrof (73. gr.)

Í 73. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands rýfur Alþingi að ályktun þess. Skal þá efnt til nýrra kosninga eigi fyrr en sex vikum og eigi síðar en níu vikum frá þingrofi. Alþingismenn halda umboði sínu til kjördags. Hvað er þingrof og hvers vegna? Í þingrofi felst að bundinn er endir á umboð þingmanna áður en […]

Sunnudagur 09.10 2011 - 23:59

Réttur fjárlaganefndar til upplýsinga (70. gr.)

Í 70. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er stórmerkilegt ákvæði þar sem það styrkir bæði fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis og dregur e.t.v. auk þess óbeint úr ráðherraræði; þetta stutta og skýra ákvæði endurspeglar þar með þrjú af mikilvægustu nýmælunum í öllu starfi stjórnlagaráðs: Fjárlaganefnd Alþingis getur krafið stofnanir ríkisins, ríkisfyrirtæki og þá aðra, sem fá framlög úr ríkissjóði, […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur