Færslur með efnisorðið ‘Réttarfar’

Föstudagur 14.10 2011 - 11:59

Umboðsmaður Alþingis (75. gr.)

Í 75. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann gætir að rétti borgaranna og hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Hann gætir þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og […]

Laugardagur 01.10 2011 - 23:59

Lögrétta (62. gr.)

Um 62. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs var mikið rætt – til og frá; þar segir: Alþingi kýs í Lögréttu fimm menn til fimm ára. Þingnefnd eða 1/5 hluti alþingismanna getur óskað eftir áliti Lögréttu um hvort frumvarp til laga samrýmist stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum ríkisins. Ekki má afgreiða frumvarpið fyrr en álit Lögréttu liggur fyrir. Um störf […]

Sunnudagur 18.09 2011 - 23:59

Friðhelgi alþingismanna (49. gr.)

Í 49. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ekki má setja alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða sakamál á hendur honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp. Alþingismaður verður ekki krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi. Alþingismanni er heimilt að afsala sér friðhelgi. Óbreytt efnislega Ákvæðið er […]

Föstudagur 16.09 2011 - 06:59

Eiðstafur (þingmanna) (47. gr.)

Í 47. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Sérhver nýr alþingismaður undirritar eiðstaf að stjórnarskránni þegar kosning hans hefur verið tekin gild. Í gildandi stjórnarskrá er sams konar ákvæði nema að þar er í stað eiðstafs rætt um að „vinna drengskaparheit að stjórnarskránni“ – sem mörgum feministum í stjórnlagaráði þótti of karllægt. Þarna tókust á feminismi, lögfræði og hefðir […]

Miðvikudagur 07.09 2011 - 23:28

Friðhelgi (Alþingis) (38. gr.)

Í 38. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi. Í 36. gr. gildandi stjórnarskrár er nákvæmlega sama ákvæði að finna. Vildi breyta „friði“ í „öryggi“ Sjálfur var ég eindregið þeirrar skoðunar að orðið „öryggi“ ætti að koma í stað hugtaksins friðar – sem mér þótti settur ríkissaksóknari í frægu 9-menninga-máli […]

Þriðjudagur 30.08 2011 - 16:00

Bann við afturvirkni refsingar (30. gr.)

Í 30. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er kveðið á um tvær – væntanlega óumdeildar – meginreglur réttarríkja til viðbótar, þ.e. um að refsing verði ekki ákveðin nema með lögum (l. nulla poena sine lege) og að afturvirkar ákvarðanir um refsinæmi séu óheimilar: Ávæðið hljóðar svo: Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um […]

Sunnudagur 28.08 2011 - 23:59

Réttlát málsmeðferð (28. gr.)

Í 28. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er kveðið á um tvær af mikilvægustu reglum réttarríkisins – þ.e. rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi og regluna um að að menn teljist saklausir uns sekt er sönnuð – sem við höfum séð svo margar (bandarískar) bíómyndir um. Í ákvæðinu segir: Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi […]

Laugardagur 27.08 2011 - 23:59

Frelsissvipting (27. gr.)

Í 27. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskráa og mannréttindaskráa frá upphafi – þ.e. ákvæði sem verndar réttinn til frelsis, sem í erlendu lagamáli er stundum kenndur við habeas corpus. Sá réttur hefur aðeins verið tekinn úr sambandi í borgarastyrjöldum og einræðisríkjum og við þvíumlíkar aðstæður – en því miður of oft við […]

Föstudagur 26.08 2011 - 22:25

Dvalarréttur og ferðafrelsi (26. gr.)

Um 26. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs hef ég ekki margt að segja en hún hljóðar svo: Allir skulu ráða búsetu sinni og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem eru settar með lögum. Engum verður meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómstóla. Stöðva má þó brottför manns úr landi með lögmætri handtöku. Með lögum […]

Miðvikudagur 10.08 2011 - 12:00

Mannhelgi (10. gr.)

Í 10. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum skal tryggð mannhelgi og vernd gegn hvers kyns ofbeldi, svo sem kynferðisofbeldi, innan heimilis og utan. Hér er sjálfsögð skylda lögð á ríkið – alla handhafa ríkisvalds löggjafann, handhafa framkvæmdarvalds (t.d. lögreglu) og handhafa dómsvalds – til þess að vernda borgarana gegn einni af elstu hættunum sem að þeim beinist […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur