Færslur með efnisorðið ‘Réttarfar’

Þriðjudagur 09.08 2011 - 23:58

Vernd réttinda (9. gr.)

Ein af þeim greinum í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs, sem ég er hvað ánægðastur með, er 9. gr. sem hljóðar svo: Yfirvöldum ber ætíð að vernda borgarana gegn mannréttindabrotum, hvort heldur sem brotin eru af völdum handhafa ríkisvalds eða annarra. Í stuttu máli – og vonandi á mannamáli – er þessu ákvæði ætlað að stuðla að því […]

Fimmtudagur 12.05 2011 - 23:50

Hæstiréttur sem stjórnlagadómstóll

Hér er breytingartillaga sem ég boðaði á ráðsfundi fyrir viku og skrifaði enn um hér og lagði fram á fundi stjórnlagaráðs í dag við Dómstólakafla og Lögréttu varðandi útvíkkaðan Hæstarétt sem stjórnlagadómstól: „Orðin „að því marki sem á það reynir í dómsmáli“ í 2. mgr. ákvæðis D3 falli brott ásamt kafla um Lögréttu. Þess í […]

Fimmtudagur 05.05 2011 - 23:53

Stjórnlagadómstóll

Allt síðdegið í dag voru nokkuð efnismiklar umræður í stjórnlagaráði – um tillögur úr nefnd um tilhögun dómsvalds ásamt fleiru – svo að fresta varð til morguns (kl. 9:30) kynningu og umræðu um fyrstu tillögur um breytingar á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Auk umræðu um skipan óháðra dómstóla sem tryggi auk þess fjölbreytileika og sjálfstæði dómara var rætt […]

Þriðjudagur 03.05 2011 - 21:40

25% Hæstaréttar skipaður

Samkvæmt fréttum síðdegis í dag hefur forseti Íslands fallist á tillögu innanríkisráðherra um skipan 3ja nýrra hæstaréttardómara – daginn eftir að mat dómnefndar var birt á vef innanríkisráðuneytisins. Þvert á það, sem sumir gætu lesið út úr fréttum, er skipun dómaranna – eins og vera ber – ótímabundin. Ekki skal hins vegar skipa nýja dómara […]

Þriðjudagur 16.11 2010 - 15:27

Skilmálarnir – Hugleiðing um stjórnarfar (gestapistill)

Öll samfélög byggja á reglum, ýmist helguðum af hefð, skráðum eða óskráðum.  Hjá þjóðum sem sett hafa sér stjórnarskrá er hún m.a. sá grunnur sem stjórnarfar þeirra er reistur á. Stjórnarskrár innihalda ákvæði um hverjir skuli fara með það vald sem nauðsynlegt er til að tryggja eðlilegan viðgang þjóðfélagsins, hver umgjörð valdsins skuli vera og […]

Mánudagur 25.10 2010 - 16:30

Sérstakan stjórnlagadómstól?

Í beinu framhaldi af síðasta pistli stóðu eftir þrjár spurningar: Þurfum við fleiri (almenna) dómstóla, svo sem millidómstig, og þarf stjórnarskrárbreytingu til þess? Þurfum við þurfum sérstakan stjórnlagadómstól? Krefst stofnun stjórnlagadómstóls eða tilvist hans stjórnaskrárbreytingar? Að því er varðar spurninguna um hvort stofna eigi millidómstig meðal hinna almennu dómstóla, þ.e. á milli héraðsdómstóla og Hæstaréttar, […]

Mánudagur 25.10 2010 - 01:29

Hvað með sérdómstóla?

Í tveimur síðustu færslum mínum í gær og fyrradag rakti ég og greindi þau fjórtán ákvæði stjórnarskrárinnnar, þar sem eitthvað er minnst á dómsvald, dómara, dómstóla eða dóma, greindi þau. Mikið um hlutverk – lítið um sjálfstæði Ég dró einkum þær ályktanir að töluvert væri í stjórnarskránni kveðið á um hlutverk dómsvalds og réttindi borgaranna […]

Laugardagur 23.10 2010 - 13:08

Meira um dómsvald og stjórnarskrá

Eftir ítarlega færslu í gær, þar sem ég taldi upp og greindi þau fjórtán ákvæði stjórnarskrárinnnar þar sem eitthvað er minnst á dómsvald, dómara, dómstóla eða dóma – með þeirri viðbót, sem gleymdist í upphafi (1. mgr. 70. gr.) er tilefni til frekari ályktana. Mikið um hlutverk dómsvalds og réttindi borgara… Stjórnarskrárákvæðum um þetta efni […]

Föstudagur 22.10 2010 - 16:00

Dómstólar og stjórnarskrá

Nú þegar aðeins um 5 vikur eru til stjórnlagaþings[kosninga]* hugsa rúmlega 500 frambjóðendur sjálfsagt – og vonandi sem flestir kjósendur – hvort einhverju þurfi að breyta og hverju sé mikilvægast að ræða hvort breyta eigi. Grunar mig að hlutfallslega margir hugsi til dóms- og kirkjumála. Um kirkjumál mun ég e.t.v. síðar tjá mig hér en […]

Sunnudagur 19.09 2010 - 23:59

Metur Landsdómur þingmenn vanhæfa?

Árið 1987 kvað Hæstiréttur upp dóm um að handhafi ákæruvalds væri vanhæfur til þess að gefa út ákæru í sakamáli; rökin voru að bróðir ríkissaksóknara var meðal þeirra sem til álita gat komið að rannsaka og ákæra í sama máli. Í þessum pistli ætla ég – vitaskuld með málefnalegum rökum að vanda – að fjalla […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur