Færslur með efnisorðið ‘Stjórnskipunarréttur’

Sunnudagur 19.09 2010 - 23:59

Metur Landsdómur þingmenn vanhæfa?

Árið 1987 kvað Hæstiréttur upp dóm um að handhafi ákæruvalds væri vanhæfur til þess að gefa út ákæru í sakamáli; rökin voru að bróðir ríkissaksóknara var meðal þeirra sem til álita gat komið að rannsaka og ákæra í sama máli. Í þessum pistli ætla ég – vitaskuld með málefnalegum rökum að vanda – að fjalla […]

Laugardagur 11.09 2010 - 17:00

Meðábyrgð ein tegund ábyrgðar

Í tilefni dagsins vil ég árétta þá fráviksreglu sam talin er gilda í lagaframkvæmd varðandi handhöfn ákæruvalds að þegar embættismenn, t.d. lögreglumenn, eigi í hlut eigi að ákæra ef möguleiki sé á sakfellingu meðan meginreglan er að ekki skuli ákæra (borgara) ef ekki eru meiri líkur en minni á sakfellingu. Þetta sjónarmið ríkir til þess að […]

Fimmtudagur 17.06 2010 - 07:00

Áhrif gengisdómanna og viðbrögð

Eins og alþjóð má vita voru í gær kveðnir upp tveir dómar í Hæstarétti, af fimm einhuga hæstaréttardómurum, í málum milli eignarleigufyrirtækja og neytenda vegna svonefndra bílalána. Neytendur höfðu sigur í málunum – sem einkum lutu að (ó)lögmæti svonefndra gengislána eða myntkörfulána. Í því skyni að upplýsa neytendur um álitaefni og tæk svör og til […]

Miðvikudagur 09.06 2010 - 22:26

8 leiðir að stjórnlagaþingi?

Hér vil ég gera grein fyrir fræðilegum kostum í stjórnlagaþingsmálinu, mati mínu á raunhæfum valkostum í því efni og ágiskun minni um hvaða aðilar aðhyllist hvern þeirra, uppraðað frá íhaldssemi til róttækni; ég vona að mér fyrirgefist stikkorðin fremst í upptalningunni þó að sum þeirra kunni að vera nokkuð gildishlaðin – en þó rökstudd: Afturhald. Engra […]

Sunnudagur 30.05 2010 - 22:54

Stjórnlög í þjóðarumboði

Danakonungur færði okkur stjórnarskrá, einhliða – í boði danska stjórnlagaþingsins 1848-9 fyrir rúmum 135 árum, 1874. Ég tel rétt að við Íslendingar endurmetum stjórnlög Dana á þessum tímamótum. Lykilatriði í mínum tillögum hafa verið eftirfarandi: Sjálfræði. Stjórnlagaþing hafi stjórnarskrárvarið umboð til þess að leggja til endurbætur á stjórnskipan ríkisins og aðeins þjóðin sjálf geti samþykkt […]

Sunnudagur 16.05 2010 - 07:00

Óþarfa farsi um skiptingu Stjórnarráðs

Margir hafa orðið til þess að tjá sig um viðbrögð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við spurningum um endurskipulagningu ráðuneyta – nú síðast, menntamálaráðherra og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs – í skemmtilegu og fróðlegu viðtali. Flestir, sem ég hef heyrt tjá sig um fækkun ráðuneyta og sameiningu málefna atvinnuveganna í eitt ráðuneyti, virðast hlynntir slíku. Ég hef […]

Sunnudagur 25.04 2010 - 07:00

Dómaradómur – fyrir almenning?

Mér rennur blóðið til skyldunnar að greina fyrir þá, sem ekki eru lögfræðingar, nýlegan dóm í máli umsækjanda um stöðu héraðsdómara gegn ríkinu og settum dómsmálaráðherra, Árna Mathiesen. Dómurinn er að mati fjölmiðla nokkuð merkilegur – en að mati löglærðra væntanlega augljós hvað varðar niðurstöðu. Stutta útgáfan er þessi: Dómurinn er ótvíræður og ótvírætt réttur […]

Föstudagur 16.04 2010 - 06:59

60. gr. stjskr.

Er hlustað er á frábæran lestur leikara Borgarleikhússins á ítarlegri skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vaknar fremur ásökun en spurning hvort lögfræðingar og lykilaðilar Stjórnarráðsins og stofnana ríkisins þekki ekki 2. málslið 60. gr. stjórnarskrárinnar Þó getur enginn, sem um þau leitar úrskurðar, komið sér hjá að hlýða yfirvaldsboði í bráð með því að skjóta málinu til […]

Sunnudagur 11.04 2010 - 17:45

Rétt og rangt um forsetavald

Í gær, 10. apríl 2010, var merkisdagur í stjórnskipunarsögu Íslands – ekki síður en morgundagurinn getur orðið það. Í gær voru rétt 70 ár liðin frá því að íslenskt þjóðhöfðingjavald var fært í íslenskar hendur fyrsta sinni – fyrst í hendur ríkisstjórnar 1940, svo í hendur ríkisstjóra 1941 og frá 1944 hefur þjóðhöfðingjavald verið í […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur