Færslur með efnisorðið ‘Sveitarfélög’

Miðvikudagur 16.11 2011 - 23:59

Samráðsskylda (við sveitarfélög) (108. gr.)

Í 108. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Samráð skal haft við sveitarstjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetningar sem varðar málefni sveitarfélaga. Beina samráðsskyldu skortir í stjórnarskrá – bæði almennt og sértækt Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert um samráð áður en lög eru sett; í besta falli mætti með góðum vilja túlka ákvæði stjórnarskrár um þrjár umræður og ákvæði frumvarpsins […]

Þriðjudagur 15.11 2011 - 23:59

Kosning sveitarstjórna og íbúalýðræði (107. gr.)

Í 107. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Sveitarfélögum er stjórnað af sveitarstjórnum sem starfa í umboði íbúa og eru kjörnar í almennum, leynilegum kosningum. Rétti íbúa sveitarfélags til þess að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess skal skipað með lögum. Nauðsynlegt að hafa í stjórnarskrá… Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert um þetta en um þetta eru ákvæði í lögum; […]

Mánudagur 14.11 2011 - 23:59

Nálægðarregla (106. gr.)

Í 106. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs birtist ágæt lausn – um nálægðarreglu – sem ég vil síður kalla málamiðlun því að málamiðlanir eru ekki alltaf þeim kostum búnar sem lausnir eru, þ.e. að ná að nokkru eða miklu leyti fleiri (jafnvel ólíkum) markmiðum sem að var stefnt með annars konar tillögum en í niðurstöðunni fólst. Í 106. […]

Sunnudagur 13.11 2011 - 23:59

Sjálfstæði sveitarfélaga (105. gr.)

Í 105. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fyrsta ákvæðið af fjórum – að mestu nýjum – ákvæðum um sveitarfélög í sérstökum kafla um þau; í 2. mgr. er mikilvægt nýmæli að finna, sbr. nánar hér að neðan. Í 105. gr. segir: Sveitarfélög ráða sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Sveitarfélög skulu hafa nægilega burði og […]

Miðvikudagur 26.10 2011 - 23:59

Ríkisstjórn (87. gr.)

Í 87. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fjallað um ríkisstjórn – sem er eiginlega nýmæli í stjórnarskrá! Þar segir: Ráðherrar sitja í ríkisstjórn. Forsætisráðherra boðar til ríkisstjórnarfunda, stýrir þeim og hefur yfirumsjón með störfum ráðherra. Ríkisstjórnarfundi skal halda um frumvörp og tillögur til Alþingis, önnur mikilvæg stjórnarmálefni og til samráðs um störf og stefnumál ríkisstjórnarinnar. Þá skal […]

Föstudagur 14.10 2011 - 11:59

Umboðsmaður Alþingis (75. gr.)

Í 75. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann gætir að rétti borgaranna og hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Hann gætir þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og […]

Þriðjudagur 20.09 2011 - 23:59

Styrkir til frambjóðenda og samtaka þeirra (51. gr. )

Í 51. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er eitt merkasta nýmælið að finna: Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu. Upplýsingar um framlög yfir ákveðinni lágmarksupphæð skulu birtar jafnóðum samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum. Ekkert er að […]

Fimmtudagur 08.09 2011 - 23:59

Alþingiskosningar (39. gr.)

Í 39. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt lengsta og tæknilegasta ákvæði þess; ég gat þó – og get – ekki tekið undir efasemdir innan ráðsins og e.t.v. utan um að of langt hafi verið gengið í útfærslu á tæknilegum atriðum í því ákvæði. Í stjórnarskrá eru f.o.f. meginreglur og markmið… Flest vorum við – […]

Þriðjudagur 06.09 2011 - 23:26

Hlutverk (Alþingis) (37. gr.)

Með 37. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs hefst nýr kaflli (III) – um Alþingi – en um kaflann má lesa í ítarlegum skýringum með stjórnarskrárfrumvarpinu enda er þetta eitt veigamesta umfjöllunarefnið í frumvarpinu sem og í gildandi stjórnarskrá þar sem segir að Alþingi og forseti Íslands fari saman með löggjafarvaldið og svo er þar er fjallað um skipan Alþingis, hlutverk […]

Miðvikudagur 24.08 2011 - 23:59

Menntun (24. gr.)

Í 24. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skal standa til boða menntun án endurgjalds. Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. Alþingi útfærir áfram meginregluna […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur