Færslur fyrir nóvember, 2016

Miðvikudagur 30.11 2016 - 09:31

Náttúruhyggja

„Ég trúi á kristindóminn eins og ég trúi því að sólin hafi risið upp; ekki eingöngu vegna þess að ég sé hana heldur vegna þess að hennar vegna sé ég allt annað.“ Svo sagði trúvarnarmaðurinn C.S. Lewis. Kristin trú er í eðli sínu heimssýn. Hún dregur upp tiltekna mynd af veruleikanum, felur í sér ákveðið […]

Sunnudagur 27.11 2016 - 20:57

Er hægt að sanna tilvist Guðs?

Svarið við þeirri spurningu veltur á því hvað átt er við með orðinu „sönnun“. Margir segjast ekki geta trúað á Guð nema fá allt að því áþreifanlegar sannanir fyrir því að hann sé til. Ef átt er við það, ef sönnun merkir „fullvissa“ eða „hafið yfir allan vafa“ eða „óvéfengjanlegt“ þá er að sjálfsögðu ekki hægt […]

Föstudagur 25.11 2016 - 15:35

Trú, Guð og vísindi

Sú skoðun er algeng að trú og vísindi séu andstæður. Litið er svo á að með tilkomu og framþróun vísinda sé trú og trúarlegar skýringar á eðli lífsins og tilverunnar úreltar leifar frá liðnum tíma. Jafnvel er litið svo á að vísindi hafi afsannað tilvist Guðs. Hitt er annað mál að vísindi geta ekki afsannað […]

Miðvikudagur 23.11 2016 - 15:36

Dánardægur C.S. Lewis og áreiðanleiki hugsunar

Í gær var dánardægur C.S. Lewis. Lewis fæddist þann 29. nóvember 1898 í Belfast og lést þann 22. nóvember 1963 í Oxford. Hann starfaði um 30 ára skeið sem prófessor í bókmenntafræði við Oxford háskóla. Lewis var afkastamikill rithöfundur, skrifaði m.a. sögurnar um Narníu, og er enn víðlesinn. Lewis er ekki síst þekktur fyrir skrif sín […]

Þriðjudagur 22.11 2016 - 20:11

Svör við athugasemdum við pistlinum „Er Guð til“

Hér er svarað í stuttu máli nokkrum athugasemdum við pistlinum „Er Guð til“ Nokkrar athugasemdir ganga út á það að við vitum ekkert með vissu um tilurð alheimins, að það sé í raun óútkljáð hvort alheimurinn sé eilífur eða ekki. Til séu rök með og á móti eilífum alheimi, jafnt heimspekileg og vísindaleg. Við vitum […]

Mánudagur 21.11 2016 - 07:44

Er Guð til?

Til eru margskonar og ólík rök fyrir tilvist Guðs. Heimsfræðirök eru tiltekin rök þar sem tilvist Guðs er leidd af þeirri einföldu staðreynd að alheimurinn er til. Heimsfræðirökin má útfæra á ólíkan hátt, meðal annars á grundvelli þess að alheimurinn varð til, þ.e. að hann er ekki eilífur. Ef alheimurinn er ekki eilífur þá hefur […]

Laugardagur 19.11 2016 - 07:46

Svör við tveimur athugasemdum

Guðmundur nokkur Guðmundsson, sem kennir sig við Háskóla Íslands, skrifaði tvær athugasemdir á visi.is við pistil minn „Tvær ólíkar myndir“ sem birtist í fréttablaðinu í gær. Þær eru þess eðlis að rétt er að bregðast við þeim. Fyrri athugasemd Guðmundar hljóðar svo: „Eins og allir prestar er sr. Gunnar óheiðarlegur þegar kemur að því að […]

Föstudagur 18.11 2016 - 19:08

Tvær ólíkar myndir

Richard Dawkins er einn af herskáustu og jafnframt áhrifamestu guðleysingjum samtímans. Tíu ár eru liðin síðan hann, ásamt nokkrum öðrum skoðanabræðrum, steig fram og ýtti hinu svokallaða ný-guðleysi úr vör. Að mati Dawkins er „hin vísindalega heimsmynd svo miklu meira spennandi, ljóðrænni og uppfull af undrum, en nokkuð af því sem hinir fátæklegu órar trúarinnar […]

Höfundur

Gunnar Jóhannesson
er guðfræðingur, prestur og áhugamaður um málefnalega og skynsamlega umræðu um trú í nútímasamfélagi.

Hér getur þú fylgst með mér á facebook
RSS straumur: RSS straumur