Færslur fyrir flokkinn ‘Tilvist Guðs’

Fimmtudagur 12.04 2018 - 16:14

Skynsamleg trú: Nokkrar vangaveltur í ljósi athugasemda Svans Sigurbjörnssonar

Í nýlegum pistli sem birtist á Stundinni, „Skynsamleg trú“, fjallaði ég um tiltekna röksemdarfærslu fyrir tilvist Guðs, hin svokölluðu heimsfræðirök. Samkvæmt þeim er sú rökrétta niðurstaða dregin að alheimurinn eigi sér orsök á grundvelli þeirra forsenda að allt sem verði til eigi sér orsök, og að alheimurinn hafi orðið til (þ.e. eigi sér upphaf). Sú […]

Þriðjudagur 20.02 2018 - 16:14

Topp fimm ástæður fyrir því að trúa á tilvist Guðs! Nokkrum athugasemdum svarað

Trú og tilvist Guðs er umræðuefni sem hreyfir við mörgum, ekki síður þeim sem trúa að Guð sé ekki til. Í nýlegri grein sem birtist á Stundinni, Topp fimm ástæður fyrir því að trúa á tilvist Guðs, fór ég nokkrum orðum um grein Snæbjörns Ragnarssonar, Topp 5 ástæður fyrir því að við verðum að kljúfa […]

Þriðjudagur 23.01 2018 - 07:56

Trúir þú á skapara?

Áhugavert var að rekast á fyrirsögn á vefsíðu Iceland Magazine þess efnis að „0,0% fólks undir 25 ára trúir því að Guð skapaði heiminn.“ Með öðrum orðum enginn! Fyrirsögnin er að vísu ekki alveg ný heldur er um að ræða tveggja ára gamla umfjöllun um könnun sem gerð var að beiðni Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á […]

Miðvikudagur 14.06 2017 - 16:07

Ekkert um ekkert frá engu til einskis

Ég trúi á Guð föður almáttugan, skapara himins og jarðar! Þannig hefst hin kristna trúarjátning. Guð talar og allt verður til! Að alheimurinn og allt sem í honum er fólgið sé skapað af Guði er grundvallandi hluti kristinnar trúar og játningar. Kristin trú er í eðli sínu þakkargjörð frammi fyrir Skaparanum og sköpun hans. Þakklæti, […]

Föstudagur 12.05 2017 - 05:34

Mér segir svo hugur að …

„Þú getur ekki verið ástfangin af stúlku nema í hinum lægsta dýrslega skilningi ef þú veist (og ert meðvitaður um) að öll hennar fegurð, bæði persónuleiki hennar og eðli, er ekkert annað en tímabundin og tilviljanakend afleiðing af árekstri atóma; og að hrifningin sem þú upplifir er í raun lítið annað en sálfræðileg viðbrögð sem […]

Þriðjudagur 31.01 2017 - 13:10

Æðri máttur eða persónulegur Guð?

Æðri máttur eða persónulegur Guð? Hver eða hvað er Guð? Þegar stórt er spurt getur verið fátt um svör. Og hér er vafalaust um eina stærstu og mikilvægustu spurningu lífsins að ræða, því ef Guð er til þá vill maður vita hver eða hvað hann er. Kristinn trú býður upp á svar: Guð er lifandi, […]

Miðvikudagur 25.01 2017 - 07:39

Að vera eða ekki vera! Vangaveltur Anselms frá Aosta

Ein þekktasta – og að mínu mati frumlegasta – röksemdafærslan fyrir tilvist Guðs eru hin svokölluðu verufræðirök ítalska miðaldamunksins og heimspekingsins Anselms frá Aosta (1033–1109). Anselm var munkur, kennari og ábóti í klaustrinu Bec í Normandí, og síðar erkibiskup í Kantaraborg. Hann var samtímamaður fyrstu íslensku biskupana, Ísleifs, Gissurar og Jóns, og annarra nafntogaðra íslendinga […]

Fimmtudagur 01.12 2016 - 17:42

Listamaðurinn

Það er ekki óvanalegt að heyra guðleysingja eða efasemdarmann kvarta undan meintum skorti á sönnunum fyrir tilvist Guðs. Ef Guð skapaði alheiminn þá færi tilvist hans varla á milli mála, segir hann. Við ættum að geta greint hann á jafn áþreifanlegan hátt og hvað annað. En þegar við hugsum um þann Guð sem kristið fólk […]

Sunnudagur 27.11 2016 - 20:57

Er hægt að sanna tilvist Guðs?

Svarið við þeirri spurningu veltur á því hvað átt er við með orðinu „sönnun“. Margir segjast ekki geta trúað á Guð nema fá allt að því áþreifanlegar sannanir fyrir því að hann sé til. Ef átt er við það, ef sönnun merkir „fullvissa“ eða „hafið yfir allan vafa“ eða „óvéfengjanlegt“ þá er að sjálfsögðu ekki hægt […]

Þriðjudagur 22.11 2016 - 20:11

Svör við athugasemdum við pistlinum „Er Guð til“

Hér er svarað í stuttu máli nokkrum athugasemdum við pistlinum „Er Guð til“ Nokkrar athugasemdir ganga út á það að við vitum ekkert með vissu um tilurð alheimins, að það sé í raun óútkljáð hvort alheimurinn sé eilífur eða ekki. Til séu rök með og á móti eilífum alheimi, jafnt heimspekileg og vísindaleg. Við vitum […]

Höfundur

Gunnar Jóhannesson
er guðfræðingur, prestur og áhugamaður um málefnalega og skynsamlega umræðu um trú í nútímasamfélagi.

Hér getur þú fylgst með mér á facebook
RSS straumur: RSS straumur