Ertu súr ?
Að tala um súran líkama er þverstæðukennt því við verðum súr t.d. þegar við borðum mikinn sykur. Ólíkt ýmsum í heilsugeiranum þá hamra ég á því að ég lít ekki á lífrækt unnin flókin kolvetni sem óvin og fitandi því kolvetni er eitt af grunnefnum orkunnar í heila t.d. Kenningar um að fita breytist í kolvetni er óljós og loðin og flestir sérfræðingar sem ég þekki hafna henni.
Staðreyndin um að minnka kolvetnin er samt sönn. Við erum sem þjóð að borða margfalt það magn kolvetna sem er heilbrigt. Skyndibitafæðið er flest 80% óhollt og 20% einhver hollusta. En það er til hollur skindibiti og veitingastaðir með hollan mat.
(Sjálf hef ég fundið það í löngum vinnutörnum að mig skorti orku og flókin eða einföld kolvetni því Detoxiðmeðferðin býður upp á lítið magn kolvetna, bara fruktósa eða smá ávaxtasykur, en þar ræðum við um meðferð í stuttan tíma en ekki lífsstíl til lengri tíma) Engum er ráðlagt að fasta lengur en 4-6 vikur en þá vegna ákveðinna sjúkdóma. 14 dagar duga vel og orkan þá komin upp aftur. Svo er bannað að vinna mikið og fasta, hvíldin skiptir miklu í föstunni. Sumir vilja fara í megrunarkúr en Detoxið er ekki megrun þótt fólk gjörbreytist í útliti og til heilsunnar eftir 14 daga.
Í súrum líkama þrífast frumur sem eru okkur ekki góðar og vanstilla okkar eigið ónæmiskerfi sem ætti að duga ef við lifum heilbrigðu lífi. Í of basískum líkama er orkan iðulega lítil og efnaskiptin næra ekki öll líffærin. Orkan kemur úr matnum fyrst og fremst.
Með föstunni okkar nær fólk jafnvægi, núllstillingu þó ekki sé nema tímabundið (betra en að vera alltaf óhollur). Ef fólk ætlar að hreinsa kerfi líkamans þá þarf hann tíma, lítið gerist í skyndiföstum til að byrja með en eftir reglulegt Detox er magnað að fasta af og til.
Það krefst þess að breyta um mataræði í það minnsta tímabundið einu sinni til tvisvar á ári.
Ef fólk hefur þann aga að borða og lifa að hætti meinlætamanna sem við ættum auðvitað að gera, gott fólk, þá er málið dautt. Aðeins einn af milljónum hefur þann aga. Agi merkir að endurtaka heilbrigða hegðun, hugsun og samskipti aftur og aftur og aftur….Rosalega erfitt, ég veit. Heilbrigði snýst ekki um að vera feitur eða mjór, en offita er mjög skaðleg sem og of lítil fita, sér í lagi hjá konum Það er vont að vera kona án eðlilegra hormónaframleiðslu þótt hormónalyfin hjálpi mikið þegar eggjastokkarnir hafa verið teknir eða eru vanvirkir.
Sumir halda því fram að líkaminn eigi að vera örlítið súr en þar er ég ekki sammála og sé enga glóru í þeim kenningum.
Ónæmisstyrkjandi bakteríur þarmaflórunnar skipta mestu og ráða að því að talið er allt að 80% af styrkleika ónæmiskerfisins. Þær bakteríur eru þrennskonar þótt milljónatugir séu.
1. Styrkjandi-grænmeti, flókin kolvetni,steinefni, vítamín,góðar fitusýrur því þarmarnir og lifrin vinna mjög náið saman. Skortur á góðum fitusýrum hefur slæmar afleiðingar fyrir hægðir t.d..
2. Bælandi-bragðefni, sykur (unnin sykur), litarefni, gerviefni, umhverfisóvinveitt efni náttúrunnar sem við erum að drepa okkur á í raun, lyf, sér í lagi verkjalyf og ávanabindandi lyf.
3. Rotnandi-vond prótein eins og í unnum matvælum, slæmum mjólkurafurðum, kornétandi eldisdýrum.
Karlmönnum hættir til að borða of mikið af kjöti t.d. og þeir glíma frekar við ristilsjúkdóma en konur, en það er að breytast.
Í gegnum síðustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að konur sæki í sætar vörur en karlmenn í kjöt og feitar sósur og franskar. Sjúkdómasaga kvenna hefur því verið önnur að öllu jöfnu en karla. Sykursýki 2 er faraldur bæði karla og kvenna í dag og stafar af sykurneyslu-fíkn í sælgæti og unnar sykurvörur, en þar er falin sykur í mörgum tegundum matvæla , hreyfingarleysi er númer tvö orsakavaldur. Jafnvel eru Asíubúar nú farnir að líta á sykursýki 2 sem faraldur eftir tilkomu skyndibitastaða og matvælaframleiðslu sem er iðulega byggð á blekkinum um hvað er unnin sykur og hvað eru hrein heilbrigð matvæli.
Sykur er ódýrasta bragðefnið og í raun rotvarnar- (geymsluþol) efni og heitir ýmsum nöfnum á því sem selt er-þau gera okkur mjög súr og þá fer ónæmiskerfið á hvolf.
Auðvitað vinnur líkaminn úr óhollri fæðu líka en ekki mikið yfir 20% í venjulegu mataræði má vera óhollusta. En öfgar eru jafn þreytandi sumum og agi er öðrum. Ég þoli illa öfga og hef aldrei kennt lífeðlisfræði sem byggir á skottulækningum.
Ávextir eru hollir en í hófi.
Ef þið lesið GLI stuðulinn sjáið þið sykurmagn ávaxta og annarra fæðutegunda. Allt undir 50 í stuðlinum skaðar ekki að borða mikið af en munið að maður verður súr af of miklum sykri, en of lítið kolvetnamagn gerir okkur of basísk, núllpunkturinn er að vera hvorki súr nér basískur.
Epli, sítrónur, greip, kíwi eru allt ávextir sem hjálpa okkur.
Mjólkurafurðir mega verið um 20% af daglegri neyslu okkar en ekki meira. Sumir segja enga mjólkurvörur, en þar er ég ekki heldur alveg sammála. AB mjólk er góð með grófkornamúsli fyrir börn og eldra fólk.
Kornmatur, helst lífrænn, má ekki heldur vera meira en 20% af fæðu dagsins. Fjöldi brauða eru holl og góð og virka hvetjandi á meltinguna. Nú eru komin kolvetnalaus brauð eða svo er sagt (sama hvað ég borða mikið af þeim þá trúi ég því ekki alveg en þau eru holl því engum viðbættum sykri er til að dreifa).
Hirsi, bankabygg, bókhveiti,haframjöl, heilhveiti gefur góða langvarandi orku en í dag er neyslan of lítil af þessum fæðutegundum.
Trefjaríka fæðutegundir eru orkugefandi en þar sem kyrrsetustörf eru algeng þarf að varast of margar hitaeiningar á móti brennslu. Með trefjum þarf að drekka vatn og vatnsdrykkja minnst nokkur glös á dag, samt ekki of mikið. 4-6 glös fer eftir hreyfingu.
Núðlur og pasta geta verið í lagi í hófi en munum að ef við erum að borða pasta eða núðlur að sykur og hvítt hveiti fer í gerjun þegar blandast og okkur líður þá eins og fílamanni. Þannig ekkert áfengi með pastanu (elska góða pastarétti og ekkert fær mig til þess að gera lítið úr ítalskri matarmenningu ).
Fiskur sér í lagi feitur fiskur er matur sem býr yfir próteinum og fitusýrum. Börn þurfa að borða fisk eða líkar afurðir minnst 5x í viku að mínu mati. Fiturnar í fiski gera börn gáfuð (það sagði ég mínum í það minnsta ).
Margt annað er hægt að kaupa inn sem er hollt og gott og má setja í matinn án þess að heimilið fari á hvolf, hnetur og möndlur, bústa með berjum og grænmeti, þurkað grænmeti og ávexti, hollar olíur. Svo spyr maður sig, á mínum aldri, er ungt fólk lítið fyrir að elda ? En það svarar því hver fyrir sig. Það sem börn venjast á að borða og ef þau velja að trúa mömmu og pabba um hollustuna þá ætti allt að vera í lagi.
En hver hlustar á nöldrið í mömmu sinni.
Þegar ég ólst upp voru tvær reglur við matarborðið, þú borðar matinn sem á borð er borinn, þakkar fyrir matinn og þegir því það eru fréttir í útvarpinu. Held að það sé ekki gott að tala mikið þegar maður borðar það gerir okkur sennilega gallsúr. Mamma mín var eðal kokkur og mikil regla á matmálstímum og á fæðunni. Mér finnst í minningunni það hafi alltaf verið veisla
Pabbi var líka snillingur í heimilishaldinu öllu og því að fæða okkur og klæða, veiddi fiskinn, var með hænur, ræktaði grænmeti og bjó til veislumat.
Grænmeti þess tíma var ekki fjölbreytt en það voru alvöru tómatar og gúrkur, heimræktaðar kartöflur og rabbabari, gulrætur og svo má ekki gleyma hennar kynslóð kvenna sem gengu um á milli heimila að gefa lifandi geril í brauðið.
Hetjurnar okkar þessar konur og þá glímdi fólk við aðra sjúkdóma en í dag, en það er allt önnur saga.