Föstudagur 13.02.2015 - 14:14 - FB ummæli ()

ESB = Ekki Sigmundur og Bjarni

• EKKI fækka framtíðarmöguleikum okkar með þvi að draga aðildarumsókn Íslands að ESB til baka

• EKKI eyðileggja þau verðmæti sem felast í aðildarumsókn okkar – það er ekki gefið að við komumst í þá stöðu á ný

• EKKI draga úr möguleikum atvinnulífsins til að vaxa og dafna hér á landi og skapa störf fyrir velmenntað fólk

• EKKI gera neitt sem fækkar möguleikum okkar til að losna við verðtryggingu og háan vaxtakostnað heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs

• EKKI fækka tækifærum barnanna okkar til að afla sér menntunar erlendis eða draga úr atvinnumöguleikum okkar ef EES samningurinn heldur ekki í framtíðinni

• EKKI stofna til óþarfa ófriðar

• EKKI svíkja gefin loforð

• EKKI
• EKKI

Stjórnmálamenn sem taka þjóðarhagsmuni fram yfir sérhagsmuni fækka ekki framtíðarmöguleikum þjóðarinnar .
Látið aðildarumsóknina liggja áfram á ís – fyrir því er fullur skilningur. Næg eru verkefnin samt sem bíða ykkar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Margrét Kristmannsdóttir
Framkvæmdastjóri Pfaff.
RSS straumur: RSS straumur