Eins og kannski við mátti búast féllu tillögur verkefnisstjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld ekki í kramið hjá formanni Bændasamtakanna, enda þar gert ráð fyrir að dregið verði úr þeirri gríðarlegu vernd sem landbúnaðurinn hefur notið áratugum saman. Þessi vernd hefur m.a. komið í veg fyrir að hægt hefur verið að flytja inn landbúnaðarvörur til hagsældar […]
Verslunin hefur verið gagnrýnd fyrir of langan opnunartíma og hefur gagnrýnin ekki síst beinst að því að þessi langi opnunartími eigi þátt í háu vöruverði hér á landi. En er opnunartíminn of langur? Um þetta eru verslunarmenn einfaldlega ekki sammála og því er staðan eins og hún er. Sumar verslanir eru opnar stutt og […]