Þessa skemmtilegu ljósmynd frá 1940 rakst ég á í myndalbúmi frænda míns, Duane Champlain. Faðir hans Daniel Dolph Champlain (1916-1989) gegndi herþjónustu á Íslandi á stríðsárunum. Hann kynntist móðursystur minni Áróru Björnsdóttur Hjartar (1922-2009) vil ég trúa á Borginni og felldu þau hugi saman. Þau eignuðust tvö börn, áðurnefndan Duane (1944) og Deborah (1948-1997). Daniel skaðbrenndist á andliti og höndum þegar hann brotlenti flugvél sinni á Reykjavíkurflugvelli 29. apríl 1942.
Það er ánægjulegt að sjá hve mikið líf og fjör er á myndinni. Engu er líkara en að hljómsveit leiki undir skautadansinum. Þrýstið á myndina til að sjá hana í fullri stærð. Því miður er upprunalega myndin ekki mjög skýr.