Færslur fyrir flokkinn ‘Menning og listir’

Sunnudagur 22.06 2014 - 00:04

Casey Kasem

Nú er Casey Kasem fallinn frá. Það var bandamönnum okkar og vinum í herstöðinni á Miðnesheiði að þakka að það var hægt að hlusta á topp 40 vinsældarlistaþátt hans í útvarpinu. Þátturinn var hugmynd Casey sjálfs og er mér ógleymanlegur. Casey hafði þýða og uppörvandi rödd og endaði þátt sinn á einkunnarorðunum: „Keep your feet on the ground and keep reaching […]

Þriðjudagur 15.04 2014 - 01:58

Deyr króna – deyr þjóð? 2

Getur áskorun sextíumenninganna (60 skora á 60) fyrir hálfri öld útskýrt hvers vegna margir fjölmiðlar eru leyfðir í landinu en ekki nema einn gjaldmiðill? Það er sérstaklega tekið fram í inngangi áskorunninni að þeir sem „undir skjalið rituðu, [hafi gert] það sem einstaklingar, en ekki í embættisnafni né fyrir hönd stofnana þeirra eða samtaka, sem […]

Föstudagur 11.04 2014 - 00:01

Deyr króna – deyr þjóð?

Í gær fékk ég skyndilega áhyggjur af því að ef Íslendingum yrði leyft að nota hvaða gjaldmiðil sem er og eiga með honum viðskipti við hvern sem er, án afskipta ríkisstofnunar, myndi menningu minnar kæru þjóðar vera stórkostleg hætta búin. Er fótur fyrir þessum áhyggjum eða eru þær ef til vill óþarfar? Eru til dæmi […]

Fimmtudagur 15.11 2012 - 05:17

Nú er mælirinn fullur

„Nú er mælirinn fullur“ fær aðra og nýja merkingu ef horft er til þess að líkaminn er í raun mælir. Mælir sem vegur gæði bíómyndarinnar sem hann horfir á í það og það skiptið. Líffæri líkamans eru blessunarlega laus við tilgerð og algerlega laus við gáfur. En líkaminn er engu að síður barmafullur af visku og […]

Fimmtudagur 08.11 2012 - 19:19

Ferð höfundarins 2. útg. komin út

Ferð höfundarins 2. útgáfa eftir Christopher Vogler er komin út á íslensku. Það eru 150 bls. af nýju efni í þessari útgáfu, meðal annars greinar um kvikmyndirnar Titanic, Reyfara, Með fullri reisn og Stjörnustríðsbálkinn, og ritgerðir um kaþarsis, póla og Rumputusk eða Hrossabrest eins og hann hét í gamla daga. Rumputuski kemur við sögu í kafla sem heitir […]

Fimmtudagur 12.04 2012 - 04:48

Bjargvættinum bjargað

Það fer ekkert á milli mála að íslenska krónan bjargaði öllu sem bjargað varð í hruninu. En svo krónan gæti bjargað okkur, þurfti fyrst að bjarga krónunni. Innrita á Landspítalann og tengja við járnlunga og gervinýra, skipta um lifur, heiladingul og gangráð, setja aftur í fitusog og gefa slakandi og örvandi næringu í æð. Þessar […]

Fimmtudagur 02.02 2012 - 05:15

Læknisvitjun á jólanótt

Nýlega las ég bókina Læknisævi eftir Ingólf Gíslason (1874-1951). Bókin er afar fróðleg og góð heimild um Ísland á æviskeiði höfundarins. Einn kafli er nokkuð minnistæður og langar mig að deila hluta hans með lesendum. Væri þetta sena í kvikmynd, gerðust þær tæplega átakanlegri. Atvikið gerist á aðfangadag árið 1908. Það var komið að kvöldverðinum. […]

Fimmtudagur 10.11 2011 - 15:25

Ferð höfundarins, 2. útgáfa

Um þessar mundir er ég að vinna í atriðisorða- og kvikmyndaskrá nýrrar útgáfu á bókinni Ferð höfundarins eftir Christopher Vogler sem kom fyrst út í minni þýðingu 1997. Síðan þá hefur bókin tvisvar verið endurútgefin og aukin á ensku, en þessi nýja íslenska útgáfa sameinar aðra og þriðju útgáfu hennar í eina glæsilega 150 blaðsíðum […]

Fimmtudagur 06.01 2011 - 00:05

Bólótti Hjálmar

Bólu Hjálmar taldi ég í æsku að hlyti að hafa verið með bólóttari mönnum fyrst hann hafði þetta viðurnefni. Síðar komst ég að því að hann bjó um skeið á bæ sem hét Bóla. Merking orðsins bóla er mismunandi þótt hún sé af sömu rótinni runnin. Bærinn Bóla, bóla í andliti, lofbóla, bóla sem farsótt, […]

Fimmtudagur 07.10 2010 - 12:16

Framtíðarsýn reynist rétt, sprengir upp verð á gömlum bol!

Við tiltekt í vöruskemmu Egozentric®© París, London, Washington, Hannover, kom í ljós bolur sem talið var að væri uppseldur fyrir löngu. Bolurinn var gerður fyrir viðskiptavin sem hafði ákaflega fallega framtíðarsýn og vildi tryggja að fleiri nytu hennar með honum. Framtíðarsýnin var ekki bara falleg, heldur líka sönn og rétt. Svona djúpvitrir spakvitringar eru vandfundnir; […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur