Sunnudagur 22.06.2014 - 00:04 - FB ummæli ()

Casey Kasem

Nú er Casey Kasem fallinn frá. Það var bandamönnum okkar og vinum í herstöðinni á Miðnesheiði að þakka að það var hægt að hlusta á topp 40 vinsældarlistaþátt hans í útvarpinu. Þátturinn var hugmynd Casey sjálfs og er mér ógleymanlegur. Casey hafði þýða og uppörvandi rödd og endaði þátt sinn á einkunnarorðunum: „Keep your feet on the ground and keep reaching for the stars“.

Vinsældarlistinn hóf göngu sína 1970 en 8 árum síðar bætti hann liðnum „Long distance dedication“ við. Hlustendur sendu honum bréf með kveðju til fjarlægra ástvina eða ættingja og ósk um lag. Það hljómar enn í huga mér Casey segja: „Debbie, here is your long distance dedication.“ Og svo kom lagið. Yndislegt.

Útvarpsþáttur Casey Kasem var það sem andstæðingar fjölmiðlareksturs varnarliðsins kölluðu „innrás í menningarhelgina“. Uss hvað þetta fólk var úti að aka. Jæja.

Blessuð sé minning Casey Kasem.

Hér má hlusta á AT40 með þessum einstaka útvarpsmanni.

Casey Kasem

Casey Kasem

Flokkar: Dægurmál · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur