Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 02.02 2018 - 20:00

Morðingi æskulýðsins

Skelfilegar fréttir berast nú frá Bandaríkjunum. Ríkjasambandið er við það að hætta að amast við notkun marijuana! Kólóradó, Kalifornía, Alaska, Nevada, Oregon og fleiri hafa stigið það óheillaskref. Talið er að flest ef ekki öll fylgi í kjölfarið á næstunni. Það má ekki gerast! Ég vona svo sannarlega að engum detti í hug að hætta að […]

Föstudagur 15.12 2017 - 16:52

Über fækkar sjúkabílaferðum

Einhvers misskilnings virðist gæta um merkingu orðsins „hagsmunaaðili“ á Íslandi. Í frétt í Morgunblaðinu í lok september sl. um fjölgun leigubílaleyfa sagði: „Í kjöl­far um­sagna áttu sér­fræðing­ar ráðuneyt­is­ins fundi með hagsmunaaðilum, m.a. full­trúa Frama, og ráðherra hitti full­trúa leigu­bif­reiðar­stjóra frá öll­um stöðvum á höfuðborg­ar­svæðinu.“ Misskilningurinn felst í því að telja „hagsmunaaðila“ vera eingöngu þann sem veitir […]

Fimmtudagur 17.08 2017 - 18:08

Leigubílstjórinn sem sigraði heiminn

Eins og flestir vita er atvinnufrelsi í leigubílaakstri af skornum skammti á Íslandi. Er það gert til að vernda þjóðina (einkum unglingsstúlkur) og spara í ríkisrekstrinum (ekki viljum við hafa of marga leigubíla, það kostar svo mikinn gjaldeyri að flytja þá inn!). Þetta ástand er sorglegt og hlægilegt. Hlægilegt vegna þess að rökin eru út í hött og sorglegt […]

Laugardagur 15.07 2017 - 20:47

„Við ræddum um ættleiðingar“

„Við ræddum um ættleiðingar,“ sagði Natalia Veselnitskya lögfræðingur frá Rússlandi um fundinn sem hún átti með Donald Trump yngri ofl. sl. sumar. Af hverju skyldi þessi rússnesski lögfræðingur vilja ræða ættleiðingar? Jú, það er vegna þess að vinir hennar í glæpaklíkunni sem er æðsta stjórn Rússlands eru ósáttir við Magnitsky-lögin — bandarísku lögin sem Bill Browder […]

Miðvikudagur 14.06 2017 - 22:12

Über skutlar öldruðum og öryrkjum

Bæjarstjórn Lónsstrandarbæjar í Kaliforníu samþykkti um daginn að ráðast í tilraunaverkefni sem gengur út á að niðurgreiða ferðir aldraðra og öryrkja með skutlþjónustunni Über. Lónsströnd mun vera fyrsta bæjarfélagið í Bandaríkjunum sem það gerir. Þetta mun vera fyrsta slíka verkefnið sem Über tekur þátt í. Samkomulagið gerir ráð fyrir að öryrkjar og 55 ára og eldri […]

Fimmtudagur 09.03 2017 - 17:09

Ólöglegi naglaklipparinn

Einn góðan veðurdag í Concord-borg í New Hampshire hóf ungur maður, Michael Fisher að nafni, að snyrta neglur í leyfisleysi á túninu fyrir framan Hárklippinga-, snyrtifræða- og fegurðarmálastofu ríkisins. Þetta var í fyrsta sinn sem Michael snyrti neglurnar á öðrum en sjálfum sér. Aðspurður af fréttamanni sem var á staðnum um hversvegna hann ákvað að byrja […]

Fimmtudagur 02.03 2017 - 04:13

Uber fækkar fullum

Tim Kleiser aðstoðarvarðstjóri í lögreglu Lónsstrandarbæjar í Kaliforníu benti á það í viðtali við bæjarblaðið sl. helgi að svo virtist sem skutl með einkabílum á vegum Uber og Lyft drægi úr ölvunarakstri — að tilfellum hefði fækkað um 21% milli ára. „Uber og Lyft er svo aðgengilegur ferðamáti að drukkið fólk freistast síður til að setjast undir stýri,“ sagði hann. Þessi […]

Miðvikudagur 01.02 2017 - 04:43

Bjórkassi frelsisins

Baráttan fyrir frelsi einstaklingsins til að bera ábyrgð á sjálfum sér hefur löngum verið á brattann á Íslandi. Ekki síst vegna þess að sumir Íslendingar hafa talið sér trú um að þeir viti best hvað öðrum fullorðnum einstaklingum er fyrir bestu (þótt þeir kunni vart sínum eigin fótum forráð). Þessi frétt í DV 30. janúar 1980 var lítill bautasteinn í baráttunni. […]

Miðvikudagur 25.01 2017 - 16:21

Rentukóngurinn – Donald Trump

Ein tegund rentukóngs er sú sem á fasteignir miðsvæðis. Slíkir rentukóngar geta í krafti þeirra forréttinda verðlagt afnotin sér í vil. Ósjaldan hafa þeir fengið konungdæmið í arf frá foreldrum sínum. Donald Trump forseti Bandaríkjanna er slíkur erfðaprins. Manhattan-eyja, þar sem rætur viðskiptaveldis hans eru, er svæði sem afmarkast af náttúrulegum ástæðum (er tæpir 60 ferkílómetrar með um 850 þúsund fasteignum). […]

Laugardagur 21.01 2017 - 18:11

Rentukóngurinn – hringt á bíl

Maður sem býr í útlöndum heimsótti Ísland nýlega. Hann var staddur í boði í heimahúsi síðla kvölds þegar einn gestanna bjóst til brottfarar og símaði á leigubíl. „Ég ætla að panta leigubíl í Flyðrufold 70, takk,“ sagði gesturinn. Maðurinn veitti þessu athygli og fannst hann vera horfinn á vit fyrri tíðar. Ástæðan fyrir því að honum þótti þetta […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur