Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Þriðjudagur 26.01 2016 - 04:56

Vöggugjöfin VI — Mungát?

Þá snúum við aftur að hörmung þeirri þegar mungát var aftur leyft í landinu eftir 75 ára yndislega fjarveru. Þrátt fyrir viðvaranir vitringa og snillinga var það á einhvern óskiljanlegan hátt leyft aftur. Þjóðin, mannlífið og menningin hefur ekki borið sitt barr síðan. Ef við viljum sporna við fótum og forðast frekari hnignun þjóðlífsins (til dæmis ef […]

Miðvikudagur 20.01 2016 - 04:46

Vöggugjöfin V — Kynvitrun

Stundum er sagt að reynslan sé besti kennarinn og er vitaskuld átt við að þín reynsla sé minn kennari. Það er að minnsta kosti mat snillinganna okkar, spakvitringanna, sem vita fyrir vitrun eða meðfædda gáfu — nema hvort tveggja sé — hvað okkur hinum er fyrir bestu, betur en okkur sjálfum. Fátt er göfugra og virðingarverðara en […]

Miðvikudagur 25.11 2015 - 16:42

Vöggugjöfin IV — Sykurvitrun

Kunningi minn kom að máli við mig og sagði að þótt að hann teldi sig vita manna best hvað öðru fullorðnu og sjálfráða fólki er fyrir bestu kannaðist hann ekki við að hafa fengið vöggugjöfina góðu í fæðingargjöf. „Hvernig stendur á þessu?“ sagði hann. Á þessu er einföld skýring. Þótt vöggugjöfin sé meðfædd er ekki þar með sagt að menn […]

Þriðjudagur 17.11 2015 - 06:15

Vöggugjöfin III — Einkaútvarp?

Skilvindan heldur áfram að snúast og greinir smátt og smátt að rjóma þessa lands og undanrennu þessa lands. Ert þú meðal hinna útvöldu sem veist fyrir meðfædda náðargáfu betur en ég sjálfur hvað mér er fyrir bestu? Ef þú telur að svo sé — þótt það sé ekki nema óljós fiðringur — taktu þá prófið. Þú gætir unnið bol. […]

Föstudagur 06.11 2015 - 05:06

Vöggugjöfin II — Öl?

Fékkst þú þá einstöku náðargáfu í vöggugjöf að vita hvað öðrum, betur en þeim sálfum, er fyrir bestu? Ef þú telur að svo sé — þótt það sé jafnvel aðeins óljós, kitlandi tilfinning — taktu þá snillingsprófið. Líkurnar á að þú sért snillingur og vitringur eru talsverðar vegna þess að hlutfall slíkra virtúósa á Íslandi er með því hæsta í […]

Fimmtudagur 29.10 2015 - 04:25

Vöggugjöfin I — Mjöður?

Íslenska þjóðin er einstök fyrir það hve marga snillinga hún á. Snillinga sem fengu þá náðargáfu í vöggugjöf að vita miklu betur en ég hvað mér sjálfum er fyrir bestu. Og ekki bara mér, heldur öllum! Raunar væri nær að tala um gáfur frekar en gáfu vegna þess að vöggugjöfin samanstendur af nokkrum haganlega innpökkuðum bögglum sem innihalda […]

Mánudagur 08.06 2015 - 15:36

Batavegurinn

Þessi fréttatilkynning var að berast frá heilsuhælinu á Kalkofnsvegi. Áður en við tökum öndunarvélina úr sambandi þurfum við að setja hana í spennitreyju svo hún fari sér ekki að voða þegar hún vaknar úr rotinu. Ekki er talið rétt að taka af henni hálskragann og skerminn að svo stöddu. Lyfjaskammturinn (róandi, örvandi, geð) verður sá […]

Mánudagur 09.03 2015 - 05:38

Gæfusmiðirnir góðu

Hvað eiga málshættirnir „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“ og „hver er sinnar gæfu smiður“ sameiginlegt? Báðir eru þeir rangir. Epli falla iðulega langt frá eikunum vegna þess að þau vaxa á eplatrjám en ekki eikum og enginn getur smíðað gæfu sína án aðstoðar góðu og fórnfúsu mannanna sem hafa tekið það óeigingjarna hlutverk að […]

Fimmtudagur 05.03 2015 - 18:15

Góðu mennirnir

Ég er virkilega þakklátur öllum þeim góðu mönnum sem í gegnum tíðina hafa tekið að sér að hugsa fyrir mig. Þegar ég var ungur var svo vel hugsað fyrir mig að ég þurfti ekki að leggja það á veikburða hyggjuvitið að meta hvort mér þætti bjór góður eða vondur. Góðu mennirnir höfðu ákveðið það fyrir mig. Hann var vondur. Takk […]

Þriðjudagur 09.12 2014 - 16:41

Skattahækkunin þolir enga bið

Frumvarp um nýjan náttúrupassaskatt er fyrirtaks dæmi um hvernig ríkið þenst meira og meira út svo í óefni stefnir. Ráðherra segir að náttúran þoli enga bið, það verði að láta ferðamennina borga fyrir viðhald hennar vegna þess að Íslendingar hafi hingað til þurft að greiða þann kostnað. Þetta er satt ef ekki er tekið með í […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur