Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Sunnudagur 07.12 2014 - 17:21

Hvað hefði Alfreð gert?

Alfreð Elíasson stofnandi og forstjóri Loftleiða áttaði sig snemma á því að með lágu fargjaldi og betri sætanýtingu væri hægt að skapa jafn mikil eða meiri verðmæti en með háu fargjaldi og verri sætanýtingu. Sú stefna gerði Loftleiðir m.a. að stærsta fyrirtæki landsins á sínum tíma. Loftleiðir „aflaði“ t.d. meira en íslenski togaraflotinn samanlagður 1968. Ímyndum […]

Þriðjudagur 25.11 2014 - 17:49

Konan í vagninum. Aftur!

Áður en ég áttaði mig var sama gamla kerlingin sem móðgaði mig um daginn sest við hliðina á mér. Ég bölvaði mér í hljóði fyrir að hafa ekki einhvern veginn tekist að koma í veg fyrir það. „Ertu í yfirstétt, millistétt eða lágstétt?“ spurði konan. Hún var greinilega búin að gleyma að hún hafði spurt mig […]

Miðvikudagur 19.11 2014 - 20:07

Ekki þá – ekki nú

Jónas Sveinsson læknir (1895-1967) kom við í Basel í Sviss 1950 á ferðalagi til Austurríkis. Um Sviss skrifar Jónas: „Þar er allt frjálst, jafnvel gjaldreyririnn. Þar fást keyptar og þar eru seldar myntir allra landa. Við gerðum það að gamni okkar að fara inn í einn bankann og rétta fram einn hundrað krónu seðil íslenskan. Tekið […]

Mánudagur 10.11 2014 - 17:02

Gamla konan í vagninum

„Ertu í yfirstétt, millistétt eða lágstétt?“ spurði gömul kona sem sat við hliðina á mér í strætisvagninum. „Ertu að tala við mig?“ spurði ég. „Já, ég er að tala við þig,“ sagði hún og endurtók spurninguna. „Ég veit það ekki,“ sagði ég. „Er stéttskiptingarhugtakið ekki bara gamall misskilningur sem hefur enga raunverulega merkingu?“ „Öðru nær,“ sagði […]

Föstudagur 31.10 2014 - 22:47

Lukkunnar velstand

Nú heyri ég talað um að allt sé í lukkunnar velstandi í efnahagsmálum, atvinnuleysi á niðurleið, skuldir á niðurleið, tekjur á uppleið, verðbólga á niðurleið, skuldir ríkissjóðs uppgreiddar með þessu áframhaldi um það bil árið 5650 osfrv. Þetta tal minnir mig á vísu Steins Steinarrs: Að sigra heiminn er eins og að spila á spil […]

Sunnudagur 22.06 2014 - 00:04

Casey Kasem

Nú er Casey Kasem fallinn frá. Það var bandamönnum okkar og vinum í herstöðinni á Miðnesheiði að þakka að það var hægt að hlusta á topp 40 vinsældarlistaþátt hans í útvarpinu. Þátturinn var hugmynd Casey sjálfs og er mér ógleymanlegur. Casey hafði þýða og uppörvandi rödd og endaði þátt sinn á einkunnarorðunum: „Keep your feet on the ground and keep reaching […]

Föstudagur 30.05 2014 - 17:13

Bensínlaust Ísland 2020!

Hún er mjög falleg framtíarsýn þeirra sem vilja auka veg hjólreiða og almenningssamgangna í borginni. Hún er falleg og fín nema framkvæmdin er skrýtin. Skrýtin á þann hátt að það er eins og það eigi að þröngva borgarbúum til þess að tileinka sér hana. Hvað er annað hægt að álykta út frá hugmyndum um þrengri götur og […]

Þriðjudagur 15.04 2014 - 01:58

Deyr króna – deyr þjóð? 2

Getur áskorun sextíumenninganna (60 skora á 60) fyrir hálfri öld útskýrt hvers vegna margir fjölmiðlar eru leyfðir í landinu en ekki nema einn gjaldmiðill? Það er sérstaklega tekið fram í inngangi áskorunninni að þeir sem „undir skjalið rituðu, [hafi gert] það sem einstaklingar, en ekki í embættisnafni né fyrir hönd stofnana þeirra eða samtaka, sem […]

Föstudagur 11.04 2014 - 00:01

Deyr króna – deyr þjóð?

Í gær fékk ég skyndilega áhyggjur af því að ef Íslendingum yrði leyft að nota hvaða gjaldmiðil sem er og eiga með honum viðskipti við hvern sem er, án afskipta ríkisstofnunar, myndi menningu minnar kæru þjóðar vera stórkostleg hætta búin. Er fótur fyrir þessum áhyggjum eða eru þær ef til vill óþarfar? Eru til dæmi […]

Sunnudagur 09.03 2014 - 15:35

Tollmúrar á bjór

Þótt bjórbannið hafi verið einhver hallærislegasti og heimskulegasti kafli Íslandssögunnar (og er þá af nægu að taka) hafði bannið eitt gott í för með sér. Það eru engir verndartollar á bjór – enn. Ef Íslendingar hefðu verið svipað sinnis og Danir og leyft bjórnum að njóta sín en ekki ákveðið að halla sér að sterkari […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur