Þriðjudagur 16.10.2012 - 12:44 - FB ummæli ()

Lekakenning frjálshyggjunnar

Sífellt verður ljósara að hagfræði frjálshyggjunnar byggir á blekkingum, sem miða flestar að því að sópa stærri hluta þjóðarauðsins til yfirstéttarinnar.

Frjálshyggjumenn neituðu því aldrei að kenningar þeirra væru auðmönnum hagfelldar. Í staðinn sögðu þeir að besta leiðin til að auka hagvöxt væri sú að bæta fyrst  hag auðmanna, síðan myndi auðurinn leka niður til almennings og jafnvel til lágstéttanna. Þetta var kallað “lekakenningin” (trickle-down theory), áður “brauðmylsnukenningin”.

Samkvæmt þessari kenningu eiga menn fyrst að lækka skatta á auðmenn ef þeir vilja bæta hag fátækra. Þó þetta sé vægast sagt langsótt þá virkaði það á suma!

Alkunna er að áhrif frjálshyggju jukust verulega á Vesturlöndum eftir 1980. Því fylgdi aukin ójöfnuður (bættur hagur auðmanna og hnignun hags milli- og lágstétta), aukið vægi fjármálageira og aukin hætta á fjármálakreppum. Hagvöxtur varð hins vegar markvert minni eftir 1980 en á áratugum blandaða hagkerfisins, frá um 1950 og fram undir 1980.

Staðreyndirnar blasa sem sagt við. Lekakenning frjálshyggjunar eykur einfaldlega auð hátekjufólks en gagnast engum öðrum. Í besta falli lekur auður úr landi í erlend skattaskjól! Ekki gagnast það almenningi heldur, enda er með því tappað mikilvægu blóði af þjóðarbúinu.

Frjálshyggjan sýnir sig þannig að vera hugmyndafræði sem réttlætir óréttlætið: aukinn auð hástéttarinnar á kostnað almennings. Hástéttin er ríkasta 1% þjóðarinnar, en almenningur eru hin 99% sem eftir sitja. Almenningur fær svo reikninginn þegar brask og skuldasöfnun auðmanna keyrir í þrot með fjármálakreppum og hruni, eins og hér varð. Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur fjallað um þetta á skýran hátt (sjá hér).

Vel má vera að einstaka hagfræðingar hafi trúað lekakenningunni, þó sannanir hafi alltaf vantað. Líklegar er þó að talsmenn lekakenningarinnar og boðberar frjálshyggju hafi einfaldlega verið í hláturkór auðmanna, eins og þeirra sem fagna á myndinni hér að neðan.

Aðhlátursefnið er auðvitað hversu auðvelt var að blekkja almenning með ýmsum brellum vúdú-hagfræðinnar, sem frjálshyggjumenn bjuggu til.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar