Föstudagur 23.11.2012 - 11:22 - FB ummæli ()

Báknið skreppur saman

Því er oft haldið fram í opinberri umræðu að ríkið sé sífellt að stækka. Báknið blási út.

En hvað segja gögn Hagstofu Íslands um það?

Staðreyndirnar segja að starfsmönnum í opinberri stjórnsýslu hefur fækkað úr 9600 árið 2008 niður í 7200 árið 2011. Það er mikil fækkun.

Á myndinni má sjá starfsmenn í opinberri stjórnsýslu sem hlutfall af heildarfjölda starfandi fólks í landinu. Þeim fækkaði úr 5,5% í 4,3%. Það þýðir að fækkun stjórnsýslufólks hefur verið markvert meiri en almenn fækkun starfa í kreppunni.

Stjórnsýsluyfirbygging ríkisins hefur sem sagt minnkað um nærri 20% eftir hrun, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Þrátt fyrir að verkefnin hafi stóraukist. Stöðugildum hjá ríkinu í heild hefur líka fækkað, en þó ekki jafn mikið og í yfirbyggingunni.

Allt er öfugt nú á tímum.

Hægri menn segjast vilja minnka ríkisvaldið, eða báknið, eins og þeir kalla það. Það hafa þeir ekki gert að neinu marki á síðustu árum. Raunar stækkaði stjórnsýslan á valdatíma þeirra frá 1995 til 2008.

Vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefur hins stórminnkað báknið í kreppunni.

Það eru tíðindi út af fyrir sig.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar