Þriðjudagur 22.01.2013 - 10:47 - FB ummæli ()

Skafti Harðar er sérfræðingur í fátækt

Skafti Harðarson, frjálshyggjumaður og bloggari, fer mikinn á köflum. Í gær sendi hann mér harðan dóm vegna meintra skrifa minna um fátækt fyrir 10 og 13 árum síðan.

Það er að vísu allt rangt sem Skafti segir um skrif mín, forsendur og samhengi þeirra (sjá hér). Auk þess er hann augljóslega ókunnugur rannsóknum og aðferðafræðum fátæktarrannsókna.

Það kemur ekki að sök. Skafti hefur í staðinn þann hátt á að smjatta á gömlu skroi sem Hannes Hólmsteinn hefur spýtt út úr sér í stjórnmálabaráttu sinni. Þó skro Hannesar sé ekki beint veislumatur þá gerir Skafti sér þetta að góðu.

Hann endurómar rödd Hannesar samviskusamlega, stundum nánast orðrétt.

Þetta er Skafta nægur efniviður til að kveða upp dóma um hver hafi unnið og hver tapað í hinum ýmsu skrifum um fátækt.

Gögn, aðferðir og staðreyndir skipta engu máli.

Hávaðinn er hins vegar það sem máli skiptir hjá Skafta og félögum hans í frjálshyggjunni. Fullyrða og nafngreina digurbarkalega í fyrirsögnum. Endurtaka svo í sífellu í von um að fals og óhróður nái að síast inn í þjóðarsálina.

Hávaði er auðvitað alveg fullnægjandi þegar erindið er áróður.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar