Miðvikudagur 27.03.2013 - 08:15 - FB ummæli ()

Hefur Framsókn rétt fyrir sér?

Framsóknarflokkurinn hefur gert heimilunum tilboð um skuldalækkun sem þau geta ekki hafnað – ef hægt er að framkvæma það á þann máta sem sagt er.

Hugmyndin sem Sigmundur Davíð hefur talað fyrir er þessi. Verulegt fé getur komið til ráðstöfunar stjórnvalda við úrvinnslu snjóhengjunnar svokölluðu. Um er að ræða krónueignir erlendra aðila (m.a. kröfuhafa föllnu bankanna), alls um 400 milljarðar.

Seðlabankastjóri hefur sagt að eigendur þessara fjármuna geti þurft að sætta sig við allt að 75% afskriftir af þeim við samninga um losun erlendra eigna þrotabúanna, eða með beitingu skattlagningarvalds ríkisins. Þetta væru um 300 milljarðar, meira en nóg fyrir 20% afskriftum á skuldum heimilanna. Reikningurinn félli ekki á skattgreiðendur.

Spurningin er þá hvort það sé rétt að þetta fé geti komið til ráðstöfunar stjórnvalda, sem myndu síðan nota það til að lækka skuldir heimilanna?

Framsókn heitir heimilunum því. Það er mikilvægt.

Sjálfsagt myndu Samfylking, VG og Björt framtíð einnig láta heimilin njóta þessara fjármuna ef þeir yrðu til ráðstöfunar fyrir stjórnvöld.

Sjálfstæðisflokkurinn væri hins vegar vís með að láta þetta fé renna til atvinnurekenda, samkvæmt reglum auðmannadekursins sem þar á bæ tíðkast. Þeir hafa einungis boðið heimilunum lækkun skulda með skattalækkunum, sem myndu leiða til alvarlegs niðurrifs velferðarríkisins í staðinn. Í því er engin kjarabót.

Ég hef spurt fjármálamenn undanfarið hvort þetta sé raunsætt hjá Framsókn og sumir segja það geta verið.

Við þurfum nú að fá svör frá ábyrgum fjármálamönnum og lögfræðingum um hvort þessi leið Framsóknar sé fær. Í millitíðinni þarf að aftra því að lífeyrissjóðir loki þessum möguleika á nokkurn hátt með samningum um kaup á einum eða fleiri bönkum.

Hefur Framsókn rétt fyrir sér? Það er milljarðaspurning kosninganna 2013.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar