Mánudagur 01.07.2013 - 00:20 - FB ummæli ()

Skuldirnar – óvinir heimilanna opinbera sig

Um daginn sendu Samtök atvinnulífsins (SA) frá sér yfirlýsingu þar sem þau lögðust eindregið gegn því að skuldir heimilanna yrðu lækkaðar meira en orðið er. Sögðu það stefna stöðugleika og þjóðarbúskap í hættu. Hagfræðingar Seðlabanka tóku undir, þó með óljósari hætti væri.

Sjálfstæðismennirnir á Viðskiptablaðinu leggjast einnig gegn skuldaafskriftum fyrir heimilin, en hafa alltaf mikinn skilning á þörf fyrirtækja fyrir skuldaafskriftir! Þeir kalla hugmynd Framsóknar „blindgötu“ og „vitleysu“.

Um helgina hvatti svo Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi stjórnarformaður MP banka, til að Framsókn yrði hjálpað við að svíkja kosningaloforð sín um skuldalækkun til heimilanna!

Maður hrekkur auðvitað við þegar svona raddir heyrast. Þetta er svo blygðunarlaust!

Þetta tal er að auki byggt á rökleysu. Skuldalækkun heimila styrkir stoðir efnahagslífsins en veikir þær ekki (sjá hér).

Hugmynd Framsóknar gengur út á að leiðrétta forsendubrestinn sem varð frá 2008 til 2010 og er áætlað að muni kosta hátt í 300 milljarða. Gert er ráð fyrir að fjármagna það með samningum um afskriftir krónueigna kröfuhafa föllnu bankanna og annarra, en ekki beint úr ríkissjóði.

Nú segja þessir óvinir heimilanna að ekki sé hægt að afskrifa svona mikið af skuldum heimila án þess að allt fari úr böndunum í landinu.

En er það líklegt? Nei, hreint ekki. Nú þegar hafa skuldir heimila lækkað um nálægt 300 milljarða – án þess að allt hafi farið úr skorðum!

Skuldir fyrirtækja hafa þegar verið lækkaðar um miklu meira en þetta eftir hrun, eða úr 370% af landsframleiðslu í um 170% (sjá hér). Það gerðist líka án þess að allt færi úr böndunum!

Hvers vegna skyldi þá vera svona erfitt að skera niður skuldir heimilanna um 250-300 milljarða í viðbót? Það er auðvitað ekkert vandamál, ef framkvæmdin miðar að stöðugleika.

Þetta tal um að allt fari til andskotans ef skuldir heimilanna verða lækkaðar er eins og tal atvinnurekenda um kauphækkanir. Þeir telja þær alltaf koma í bakið á launþegum og því sé betra að sætta sig við láglaunastefnuna!

Kanski talsmenn atvinnurekenda og bankamaðurinn Þorsteinn Pálsson séu einfaldlega að hugsa um að auka svigrúm til afskrifta á skuldum fyrirtækja – á kostnað heimilanna?

Kanski er þetta einfaldlega baráttan um skiptingu auðsins á Íslandi – eina ferðina enn?

Nú þegar áhrifamenn í Sjálfstæðisflokki koma svona í bakið á Framsókn í þessu stórmáli er ástæða til að hvetja forsætisráðherrann og lið hans til dáða.

 

Síðasti pistill: Frelsisverðlaun – frá mykjudreifara til hippa

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar