Föstudagur 25.10.2013 - 16:47 - FB ummæli ()

Flugvöllurinn – lausn fyrir alla

Ríkið, borgin og flugið hafa náð samkomulagi um lausn á flugvallarmálinu. Völlurinn fær að vera á sama stað til 2022, en á tímabilinu verði unnið að því að finna honum nýjan stað, helst á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er mikið fagnaðarefni.

Með þessu er m.a. opnað á framkvæmd þeirrar tillögu sem ég hef verið talsmaður fyrir – þ.e. að færa völlinn í áföngum á uppfyllingar í Skerjafirði.

Aðrir staðir nálægt höfuðborgarsvæðinu kæmu þó til greina.

Hér er mynd úr skipulagstillögum sérfræðingahóps, þar sem ein braut er komin að fullu á uppfyllingu og hin gæti svo farið í framhaldinu. Svigrúm verður í tíma til að vinna þetta vel og farsællega.

Með þessu fengju allir sitt: landsbyggðin, flugið og höfuðborgin (sjá hér og hér).

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar