Föstudagur 08.11.2013 - 17:27 - FB ummæli ()

Ódýrustu og furðulegustu ummælin

Bjarni Ben. toppaði í dag

Núverandi stjórnarleiðtogar kölluðu það svik við erlendu stóriðjufyrirtækin að framlengja sérstakan skatt á raforku eftir 2012.

Alvarleg “svik”.

Nú er spurt hvers vegna þessu hafi þá ekki verið breytt í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2014.

Það var auðvitað mögulegt ef menn töldu þetta svo alvarlegt mál.

Aðspurður segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra núverandi stjórn hafi fengið svikin í arf frá fyrri stjórn – og lætur eins og hendur hans séu bundnar!

Þetta eru ódýrustu ummæli dagsins!

Raunar eru mjög sterk rök fyrir sérstaka orkuskattinum. Það er vegna þess að við hrun krónunnar fengu erlendu fyrirtækin óvæntan skyndigróða (windfall profit) af starfsemi sinni hér á landi, eins og erlendir hagfræðingar hafa bent á. Innlendur kostnaður lækkaði verulega.

Það sama á við um veiðigjaldið á útgerðina. Gengisfellingin jók hagnað þar svo um munaði.

 

Vigdís toppaði í vikunni

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárveitinganefndar Alþingis, á hins vegar furðulegustu ummæli vikunnar.

Þau féllu í umræðu á þingi um útflutning raforku um rafstreng til Evrópu. Vigdís hafnar orkusölunni m.a. á þeirri forsendu að með því væri blandað sama hreinni íslenskri orku og óhreinni evrópskri orku!

Sjá má þennan ævintýralega málflutning hér.

Vigdís er reyndar í harðri samkeppni við sjálfa sig um fleiri umdeild ummæli í vikunni, m.a. um námsmenn.

Venjuleg vika þetta hjá Vigdísi! Kanski hún ætti að vanda málflutning sinn betur?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar