Fimmtudagur 13.02.2014 - 18:18 - FB ummæli ()

Seðlabankinn: Allar kjarabætur bannaðar!

Mér hefur fundist Seðlabankinn gera margt ágætlega á síðustu árum. Skýrsla bankans um valkosti Íslands í gjaldmiðilsmálum var t.d. vandað plagg og reglubundnar skýrslur hans um peningamál og fjármálastöðugleika hafa mikið upplýsingagildi.

Ég hef hins vegar meiri efasemdir um inngrip bankans í stefnumótun, bæði á sviði skuldalækkunar og kauphækkana.

Seðlabankinn hefur tekið að sér að vara mjög ákveðið við kauphækkunum í kjarasamningum og hann hefur einnig lagst gegn tillögum ríkisstjórnarinnar um skuldalækkun til heimilanna.

Ég er sammála rökum Marinós Njálssonar og Friðriks Jónssonar, en þeir gagnrýna vaxtastefnu og málflutning bankans um áhrif hóflegra skuldalækkana til heimilanna um 20 milljarða á ári næstu 4 árin.

Marinó bendir á að tilefni bankans til viðvarana vegna áforma ríkisstjórnarinnar um skuldalækkanir séu verulega ýkt og órökrétt, þegar hliðsjón er höfð af miklu stærri skuldalækkunum til bæði heimila og fyrirtækja á síðasta kjörtímabili. Miklu stærri.

Friðrik sýnir glögglega að ekki er rökrétt samhengi í vaxtastefnunni.

Bankinn virðist hafa bitið það í sig að fátt sé hættulegra en kaupmáttaraukning heimilanna, hvort sem er vegna skuldalækkunar eða kauphækkana. Þeir vilja festa þjóðina í kjaralægð kreppunnar.

Þeir virðast líka fastir í hávaxtastefnu – þó verðbólgan lækki. Þetta er ekki sjálfsögð hagfræði.

Það var hagvöxtur í fyrra og verður áfram á þessu ári og bankinn spáir um 3,5% hagvexti á næsta ári. Samt vilja þeir keyra í gegn stöðnun kaupmáttar heimilanna. Það er ekki boðlegt að kaupmáttur fylgi ekki hagvexti.

Seðlabankinn virðist sem sagt vera að berjast fyrir því, að hagvöxturinn þessi árin renni allur til fyrirtækjanna, þar á meðal til braskaranna sem settu þjóðarbúið á hausinn.

Þetta er ógæfuleg stefna.

 

Síðasti pistill: Vantar unga fólkið enn meiri skuldir?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar