Laugardagur 22.03.2014 - 09:30 - FB ummæli ()

OECD segir: Brauðmylsnan brást í USA

Það fjarar enn undan nýfrjálshyggjunni.

Páfinn í Róm hefur talað kröftuglega gegn henni og fordæmt hvernig hún leiðir til aukins ójafnaðar.

Hið íhaldssama og hægri sinnaða tímarit Economist hefur sömuleiðis varað við auknum ójöfnuði og er byrjað að tala með jákvæðum hætti um velferðarríkið og jöfnunarpólitík norrænu þjóðanna.

Sífellt fleiri átta sig á því að aukin nýfrjálshyggjuáhrif á fjármálamörkuðum leiddu til óhóflegrar skuldasöfnunar og fjármálakreppunnar. Talsmenn reglunar og opinbers aðhalds eru að ná vopnum sínum á ný.

Nú nýlega bættist OECD í hópinn og segja þeir í nýrri skýrslu, með skýrum og afdráttarlausum hætti, að braumylsnukenning nýfrjálshyggjunnar hafi brugðist í Bandaríkjunum (sjá hér, bls. 5). Auknar tekjur hinna ofurríku hafa ekki skilað neinu til milli og lægri tekjuhópa. Þær hafa bara aukið ójöfnuðinn og skaðað bandaríska samfélagið.

Ég hef ítrekað bent á hina ýmsu galla og hættur sem fylgja óheftum kapítalisma nýfrjálshyggjunnar. Að ógleymdum fáránleikanum í vúdú-hagfræði hólmsteinanna.

Fáar þjóðir voru jafn illa leiknar af nýfrjálshyggjunni og Ísland.

Það skýtur því skökku við að íslenskri frjálshyggjumenn hafa ekki sýnt neinn vilja til að iðrast þeirra mistaka sem gerð voru í þeirra nafni. Þeir hafa heldur ekki lært neitt og prédika enn sömu þulurnar og fram að hruni.

Kanski íslenskir frjálshyggjumenn verði síðustu móhíkanar nýfrjálshyggjunnar á Vesturlöndum, síðustu fulltrúar misheppnaðrar hugmyndafræði, sem fyrst og fremt réttlætti gegndarlaus fríðindi og forréttindi til yfirstéttarinnar.

 

Síðasti pistill: Húsnæðiskostnaður fátækra í Evrópu og á Íslandi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar