Miðvikudagur 02.04.2014 - 11:48 - FB ummæli ()

Skólar: Hví ekki að tengja kjör og styttingu?

Verkfallið í framhaldsskólunum dregst á langinn og lítið virðist ganga.

Verkefni kennara er að ná fram umtalsverðum kjarabótum og lyfta launum kennara upp fyrir meðaltal OECD-landanna. Það er forsenda fyrir umbótum í skólastarfi og betri árangri nemenda. Auk þess hafa kennarar dregist afturúr öðrum.

Þetta krefst umtalsvert meiri hækkana en samið var um í ASÍ-samningunum. Þar er einmitt fyrirstaðan. Erfitt verður að brjótast út úr þeim samanburði. En rjúfa þarf spennitreyjuna og það kallar á sérlausn fyrir kennara.

Nærtækast er að tengja samning um áform um styttingu námstíma til stúdentsprófs við verulegar kjarabætur fyrir kennara. Styttingin og aðrar umbætur réttlæta kjarabætur kennara umfram aðra. Allir munu samþykkja það.

Hvers vegna eru kennarar þá ekki jákvæðari gagnvart tengingu sérstakra kjarabóta og áforma um styttingu framhaldsskólans? Kanski er þetta bara samningatækni hjá þeim, vilja fyrst sjá alvöru vilja til raunverulegra kauphækkana fyrir þetta. Það má vera raunsætt, ef fyrirstaða er mikil hjá ríkinu.

Kennarar gætu samið um innleiðingu styttingarinnar á einhverju árabili, með lágmarksfjölda uppsagna. Fækkun gæti komið með starfsmannaveltunni, þ.e. að ekki verði ráðið í stað þeirra sem hætta á tilteknu árabili.

Klókir samningamenn gætu nýtt sér þessa sérstöðu til umtalsverðra kjarabóta í skólunum, vel umfram ASÍ-samninginn. Slík stór lagfæring kennarakjara er löngu tímabær.

Án þess að byggja slíka lagfæringu á sérstöðu verður róðurinn þungur og framfarir í skólakerfinu dragast á langinn.

 

Síðasti pistill: Útkall hjá Hólmsteini og náhirð auðmanna

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar