Sífellt safnast upp sönnunargögn um hlýnun lofthjúpsins og vísindamenn vara við alvarlegum afleiðingum fyrir jarðarbúa.
Frjálshyggjumenn á Vesturlöndum hafa véfengt niðurstöður vísindamanna og telja þetta árás á kapítalismann. Þeir boða því afskiptaleysisstefnu gagnvart loftslagsvandanum. Það gera þeir líka í málum fjármálamarkaðarins.
Frjálshyggjumenn eru ákveðnir í að læra ekkert af vísindum né af fjármálakreppunni. Halda bara áfram trúboði sínu um óhefta markaðshyggju og afskiptaleysisstefnu, eins og ekkert hafi í skorist! Þeir hafna öllu jarðsambandi og fljóta sofandi að feigðarósi.
Í besta falli segja þeir að þetta lendi á framtíðarkynslóðum og spyrja svo: “Hvað hafa framtíðarkynslóðir gert fyrir okkur? Við skuldum þeim ekkert! Höldum frekar áfram að græða og grilla.”
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur leitt baráttu frjálshyggjumanna hér á landi.
Eftirfarandi eru fróðleg orðaskipti hans og Guðna Elíssonar prófessors, en Guðni afhjúpaði eftirminnilega götin í málflutningi Hannesar um loftslagsmálin:
Hannes segir:
„Hvernig í ósköpunum ættum við að trúa þessu fólki (vísindamönnum)? Og það, sem meira er: Hvers vegna ættum við að afsala okkur þægilegu lífi venjulegs Vesturlandamanns fyrir orð þeirra ein? Kapítalisminn hefur fært okkur stórkostleg lífsgæði. Ég ætla ekki í björgunarbátinn, fyrr en ég er viss um, að skipið sé að sökkva“.
Guðni svarar þessu í grein sinni:
„Stærsta áhættan sem menn geta tekið lýtur að lífi mannkynsins á jörðinni. Þrátt fyrir það hafa ýmsir af þeim sem Hannes fylgir að málum sett fram þá kröfu að við gerum ekkert. Hannes segir sjálfur: „Ég ætla ekki í björgunarbátinn, fyrr en ég er viss um, að skipið er að sökkva.“ Líkingin slær Hannes blindu. Hvert flýr sá sem kemst hvergi?“
Hér að neðan má svo sjá frjálshyggjumenn í björgunarbátnum. Hannes hefur fyrir þeim orð.
Fyrri pistlar