Mánudagur 07.04.2014 - 23:27 - FB ummæli ()

Dagsverk – 3000 leiguíbúðir í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík kynnti nýlega áherslumálin fyrir kosningarnar í vor.

Þau eru að vísu allmörg. En tvennt stendur uppúr í byrjun:

Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu 2500-3000 leiguíbúða og búseturéttaríbúða á næstu árum. Þar á meðal eru glæsilegar stúdentaíbúðir í miðborginni.

Svona áætlun léttir af þrýstingi á leigumarkaði og svarar brýnni þörf í Reykjavík.

Svo vilja Dags-menn hækka frístundakortið upp í 50 þúsund krónur á hvert barn.

Það var Eyjubóndinn Björn Ingi Hrafnsson sem innleiddi frístundakortið á sinni tíð í borgarstjórn. Góð hugmynd fyrir ungar barnafjölskyldur.

Svona húsnæðis- og barnapakkar eru velferðarmál sem gætu slegið í gegn – því þeirra er þörf.

Hér er mynd af fyrirhuguðum stúdentagörðum við Brautarholt:

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar