Dagur B. Eggertsson leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík kynnti nýlega áherslumálin fyrir kosningarnar í vor.
Þau eru að vísu allmörg. En tvennt stendur uppúr í byrjun:
Sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu 2500-3000 leiguíbúða og búseturéttaríbúða á næstu árum. Þar á meðal eru glæsilegar stúdentaíbúðir í miðborginni.
Svona áætlun léttir af þrýstingi á leigumarkaði og svarar brýnni þörf í Reykjavík.
Svo vilja Dags-menn hækka frístundakortið upp í 50 þúsund krónur á hvert barn.
Það var Eyjubóndinn Björn Ingi Hrafnsson sem innleiddi frístundakortið á sinni tíð í borgarstjórn. Góð hugmynd fyrir ungar barnafjölskyldur.
Svona húsnæðis- og barnapakkar eru velferðarmál sem gætu slegið í gegn – því þeirra er þörf.
Hér er mynd af fyrirhuguðum stúdentagörðum við Brautarholt:
Fyrri pistlar